mánudagur, ágúst 01, 2005

Verslunarmannahelgin 2005...

Föstudagur:
Á föstudaginn fengum við góða vini í mat. Það voru þau Arna og sjálfur Stiftamtmaðurinn. Þau ganga stundum undir nafninu 'Parið'. Persónulega er ég ekki hrifinn af því nafni. Vonandi að það festist ekki við þau.

Það var þrírétta matseðill.
Í forrétt var boðið uppá bruchetta oregone italiano promodoro ollio. Rosalega gott.
Aðalrétturinn samanstóð af kjöti, grænmeti, kartöflu-gratín og allskonar gúmmílaði. Eldaði í rauninni hver fyrir sig á svona raqletti (stafsetning væntanlega röng).
Í eftirrétt höfðum við einhvern ís og jarðaber.

Nokkuð gott myndi ég segja.
Skolað niður með ítölsku rauðvíni og fleiru.
Að loknum mat var lífsgátan leyst.

************************************
Gestirnir yfirgáfu um miðnætti, enda spólgröð bæði tvö.

Þá kom smá svona twist í kvöldið, því við röltum í partý hér í hverfinu, nánar tiltekið Hálsaselinu. Þar voru saman komnar fullt af fyllibyttum, m.a. Danni og Krissi og Didda. Við héldum okkur þar til svona 2 am en þá fórum við heim. Nokkuð slakur og Harpa edrú.... en það var ekki langt í að það breyttist!!!!

______________________________________________

Laugardagur:
Ég fór í Smáralind og kíkti á útsölur. Svona 10.000 Íslendingar hafa fengið þessa sömu hugmynd. Bílastæðið pakkað. Það má gera ágætis kaup á útsölunum núna. Fínar skyrtur í Debenhams og góð útsala í Retro. Neytenda-blogg!

Um kvöldið fengum við svo aftur fólk í mat.
Að þessu sinni voru það Markús og Sofía (berist fram So-fíe). Markús er frændi minn sem hefur búið í Svíþjóð frá árinu 1989 og Sofía er sænsk kærasta hans til 12 ára.

Þau voru að koma í heimsókn í fyrsta sinn í Brekkuselið. Þegar fólk kemur í fyrsta sinn leggur Harpa sérstaka alúð við þrifin. Það er allt alveg tip-top. Allar myndir hornréttar. Öllu haganlega raðað. Svona létt Monica. Gott og vel. Það er alveg ágætt. Ég sé hins vegar alltaf um að þrífa gólfið og elda. Þetta er ákveðin sérhæfing sem ég hef innleitt á heimilið. Ég hef til dæmis aldrei þrifið klósettið á þeim 2 1/2 árum sem við höfum búið hérna. En hvað um það....

... að sjálfsögðu var boðið uppá Hagnaðar-pizzur. Hvað annað? Talandi um sérhæfingu!!!

Að þessu sinni fór ég gömlu leiðina. Ég gerði sem sagt 3 stórar pizzur; ólíkt nýju leiðinni þar sem hver og einn fær made-to-order pizzu. Pizzurnar tókust mjög vel, þó ég segi sjálfur frá. Það kom reyndar ekki á óvart þar sem ég lagði mig sérstaklega fram við að hafa þær sem allra bestar. Málið er nefnilega að hann Markús er menntaður bakari!!! Talandi um pressu......

************************************

Það var soldið stress fyrir þetta kvöld. Það hefur aldrei gerst að við höfum fengið erlendan gest í mat, og hvað þá sænskumælandi. Bæði ég og Harpa erum fötluð á norræn tungumál. Auk þess þekkti ég Markús (við erum systkinabörn) eiginlega bara ekki neitt. Þetta var því soldið eins og fá ókunnugt fólk í heimsókn. Svona nánast....

Áhyggjurnar voru hins vegar ástæðulausar.
Maturinn og kvöldið tókst bara frábærlega vel. Líklega eitt af betri kvöldum ársins. Jáááááá (Jón Ársæll).
Hér var allt flæðandi í áfengi... bjór, rauðvín, hvítvín, bolla, staup.

Harpa tók fljótlega forystuna í áfengisdrykkju og hélt henni út kvöldið. Hún var gífurlega hress og sjaldan eða aldrei hefur ein manneskja blandað saman íslensku, ensku og sænsku á jafn fagmannlegan og tilgerðarlausan hátt.

Seinna um kvöldið komu svo Danni, Krissi og Kristjana í heimsókn.

************************************
Um klukkan 1:30 am fórum við svo öll saman í bæinn. Það var gaman að þau gátu komið með okkur, enda fóru þau á Tunglið síðast þegar þau fóru á djammið í Reykjavík. Það eru líklegast 7 ár síðan.

Cafe Oliver varð fyrir valinu.
Alltaf röð á þeim stað, eða meira kannski ört-röð. Ein venjuleg röð, 2 VIP raðir, og svo ein frekjuröð. Bara gamla Hverfis-bars fyrirkomulagið. Sjálf komumst við inn með einhverri klíku, svo tæknilega séð flokkumst við með annarri af VIP röðunum.

Ég var að koma á þennan stað í fyrsta skipti.
Flottur staður. Góð tónlist, en alveg ógeðslega heitt þarna inni. Við erum að tala um Sahara hita. Ég hef reyndar aldrei komið í Sahara eyðimörkina, en ég get svona ímyndað mér hitann þar.

Já.
Þetta var kvöldið í svona stórum dráttum.
Gef því svona 96 í einkunn á skalanum 1-100.

______________________________________________
Fakk..
Þetta er orðið langt. Ég skrifa um sunnudaginn og fleira fljótlega....

Kær kveðja,
Hagnaðurinn