sunnudagur, ágúst 07, 2005

Helgin ... Lestin... (uppfært)

Tvær (þrjár) bíómyndir teknar fyrir:

a: Caddyshack
Þetta er mynd sem ég hef ætlað að horfa á lengi. Er búinn að eiga hana lengi, og lét nú loksins verða af því, enda gífurlega djúp lægð að fara yfir landið sem eyðilagði fyrirhugaðan golf-hring sunnudagsins.

Þetta er mjög skemmtileg mynd. Rodney Dangerfield fer á kostum. Aðrir skila sínu.
Glymrandi 80's fílingur.
"Ég mæli með þessari mynd" - Haugur Hagnaður
80/100*

b) Der Untergang (e. Downfall)
Eins og titillinn bendir til þá er þetta þýsk mynd. Hún fjallar um síðustu dagana í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem við fylgjumst með mikilli örvæntingu sem grípur um sig meðal æðstu yfirmanna nasista.

Hitler er sérstaklega viðkvæmur á þessum tíma og þráðurinn stuttur!

Adolf Hitler: The war is lost... But if you think that I'll leave Berlin for that, you are sadly mistaken. I'd prefer to put a bullet in my head.


"Mynd sem allir verða að sjá" - Hagnaðurinn
90/100*

c) Hostage
Bruce Willis leikur löggu sem þarf að bjarga fjölskyldu sinni í einhverri asnalegustu mynd sem ég hef séð. Klisjurnar og bullið er með versta móti.

"Kvikmynd sem allir ættu að láta framhjá sér fara" - Hagnaðurinn

Þetta var ör-kvikmyndablogg,
Hagnaðurinn