fimmtudagur, janúar 29, 2004

Við lækkum verðin...

.... sagði dvergurinn Valtýr Björn á sumar- og haustmánuðum, þegar hann var að auglýsa skyndibitakeðjuna (ég kúgast af því að skrifa orðið "keðjan") McDonald´s.

"Frábært" sagði ég, enda tíður gestur.

Svo brá ég mér þarna um daginn... pínu þunnur. Voru ekki bara öll verð búin að rjúka upp.
"Andskotinn" hugsaði ég.

Og ekki nóg með það, heldur er núna farið að rukka fyrir tómatsósubréf. Hvað er það? Hver andskotinn er í gangi? Það er alls staðar frí tómatsósa. Á ekki bara að fara að rukka fyrir handþurrkur, bakkana sem maður notar, stólana, borðin, rörin, umbúðir, og allt sem þessum fávitum dettur í hug.

Ég krefst breytinga og það hið fyrsta.
Ef veitingastaðurinn verður ekki að kröfum mínum mun hugsanlega koma til viðskiptabanns, og öll vitum við hvað það þýðir (sjáið Kúbu).

Hvað segiði lesendur? Undirskriftasöfnun eða bara beint í viðskiptabann?

Svo er náttúrulega Burger King að opna á næstu dögum, og McDonald´s skal sko fá að vita það að það má auðveldlega kaupa mig yfir.

Suss og svei og vond vinnubrögð.

Baráttukveðja,
Hagnaðurinn
Ég hef sérstaka unun...

... af því þegar Lakers vinnur Sonics.

Jack Bauer verður nefnilega alveg brjál.

En svona er þetta bara.
Hagnaðurinn


Ps. Ég býð Tröllið og Rick Fox velkomna aftur.

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Dýrt gaman...

... og þetta er einmitt dæmi um slíkt.

Mig vantar sponsor.
Hagnaðurinn
Stiftamtmaður .... !!!

Ertu á lífi?
Það hefur hvorki spurst til þín né heyrst frá þér...

Ástarkveðja,
Hagnaðurinn
Nei, andskotinn...

... mér verður illt að sjá þetta.

Hvor er meiri mongólíti?

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Sæl veriði...

... í fréttum er ekkert helst.

Bið því bara að heilsa,
Hagnaðurinn

mánudagur, janúar 26, 2004

Sjónvarp...

... djöfull er þetta rosalegt. Jack, Tony, Kim, David og einhverjir af hinum eru mætt aftur. Þriðja serían er hafin. Spennan er hreinlega yfirþyrmandi. 24 er það besta í sjónvarpi í dag. Gleymið bara American Idol. Það kemur nr. 2 eða 3.

... ég sakna soldið Queer Eye. Kyan Douglas, Carson Kressley, Thom Felicia, Ted Allen og Jai komu eins og himnasetning þegar skammdegið tók að skella á á haustdögum. En þeir komu aftur, bölvaðir hommarnir.

... svo er bara síðasti þátturinn af Dawson í kvöld. Þvílík gríðarleg spenna. Ætli Dawson og Joey Potter endi saman? Það er aðeins ein leið til að komast að því.

... American Idol er byrjað. Það er bara hressandi. Vantar samt fleiri vonda í Lakers búningum. En rosalega er þetta miklu betra og skemmtilegra en idol-stjörnuleit. Það er bara sannleikur.

... vakti til 4 í nótt að horfa á Golden Globe. 24 vann sem besti þátturinn og Lordarinn var besta myndin. Hagnaðurinn var vel sáttur með það. J-Lo mætti ein. Kate Hudson var hvergi sjáanleg. Tom Cruise var í dúndrandi fíling og gott ef hann var ekki bara á kannabisefnum. Rene Zellwiger var jafn ógeðslega pirrandi og áður. Ég þoli ekki drusluna.

... svo er líka ágætis þáttur á Stöð 2 í kvöld. Darren Brown heitir hann að mig minnir. Góð skemmtun það.

Þetta er svona það helsta í sjónvarpi.
Hagnaðurinn

sunnudagur, janúar 25, 2004

Gulla....

... búin að sjá þetta?

Bró

föstudagur, janúar 23, 2004

Agent Bauer.... agent Kim Bauer...

... give me an update. What´s your status?

Ég er orðinn svo spenntur fyrir þriðju seríu af 24 að þið getið ekki ímyndað ykkur. Ef þið gætuð ímyndað ykkur það, þá yrðuð þið væntanlega ímyndunarveik.

Ballið byrjar á sunnudaginn.
Hagnaðurinn
Einn stuttur...

... ef Viðar Guðjóns myndi vinna í við fiskverkun, vitiði hvað gæti gerst?

... Jú, það gæti farið af stað Keðjuverkun.

Hagnaðurinn

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Ég hreinlega held...

... að ég sé bæði að deyja úr leiðindum og hungri. Hvernig er hægt að hanga hér uppá bókhlöðu tímunum saman dag eftir dag án þess að hreinlega gefa upp öndina? Ég er búinn að vera hérna í 3 tíma og langar að gubba. Ég var í skóla með strák sem var kallaður Gubbi. Tilviljun?

Sendi þetta inná Vísindavefinn áðan. Vonandi að þessu verði einhvern tímann svarað.
Hver er munurinn á stefnumótun og stefnumyndun?

Annars er ég hress,
Hagnaðurinn
Frá 14. janúar:
Mín kenning er sú að faðir Önnu Katrínar (Guðbrandur, framkvæmdastjóri ÚA) muni verða rekinn síðar í dag eða snemma á morgun. Nýir eigendur munu borga hann útúr fyrirtækinu (e. golden parachute). Hann mun síðan nota þá peninga til þess að fá alla Akureyringa (ca. 20.000 manns) til þess að kjósa Önnu 2 sinnum hver. Við það fær Anna 40.000 atkvæði í það minnsta og ætti að vinna keppnina.

Í dag þetta:
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brims ehf., mun láta af störfum í lok apríl nk. Stjórn Brims ehf. og Guðbrandur hafa gengið frá samkomulagi þess efnis og var full eining um þessar málalyktir af beggja hálfu, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Já, það mátti ekki miklu muna að kenningin gengi upp. Gengur bara betur næst.

Ætli Guðbrandur muni gerast umboðsmaður núna?
Hagnaðurinn

mánudagur, janúar 19, 2004

Doktorinn skrifar:
Kalli Bjarni Kalli Bjarni? Vá hvað þetta kom á óvart. Út er komin platan Kalli Bjarni hermir eftir nokkrum heimsþekktum stjörnum: Bono! Feiti kallinn í Commitments! Tom Jones! Siggi Kjötsúpa! Herbert Guðmundsson! Já... Kalli Bjarni nær þeim öllum! Fæst á næstu bensínstöð. Skífan.

Skemmtilegt.
Þá hafa loksins allar einkunnir borist í hús...

... og það fór bara vel eins og búast mátti við. Hér eru niðurstöðurnar:

Atvinnuvegir: 7,5
Eignastýring: 8,5
Fjármögnun fyrirtækja: 8,5


Þetta kallar á meðaleinkunn uppá 8,17

Nú er bara um að gera að halda þessu meðaltali, og jafnvel reyna að hækka það ef mögulegt er.

Lærdómskveðja,
Hagnaðurinn

sunnudagur, janúar 18, 2004

Partý heima hjá Sigmundi Erni ...

.... já haldiði ekki að Haukur Hagnaður hafi verið mættur bara í live Innlit/Útlit í gær heima hjá ljóðskáldinu og fréttahauknum Sigmundi Erni. En það var ekki alveg svoleiðis.

Málið var að Billy (the kid, Elliot, Madison) átti 30 ára afmæli og þetta var svona óvænt (e. surprise). Helvíti gott allt saman. Sigmundur og frú eiga fallegt heimili og sérstaklega var klósettið hjá þeim eftirminnilegt með hita í gólfi. Ég var samt sá eini sem naut þess því enginn annar fór úr skónum.

Eftir fínt partý var farið í annað afmæli hjá vinkonum Hörpu. Við vorum of edrú fyrir það grímuball svo við fórum ásamt Simma og Sirrý á Celtic Cross. Fengum okkur nokkra þar og svo bara heim í nachos og smá meiri bjór. Fínasta kvöld.

Það má því með sanni segja að Hagnaðurinn hafi fengið sér í tánna í gær (sjá færsluna á undan).

Hva, bara partý?
Hagnaðurinn

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Stutt sláandi frétt af Hagnaðinum....

.... Hagnaðurinn hefur verið að drepast í annarri stóru tánni að undanförnu (líkt og Shaq!!!). Ég er búinn að komast að því hvað er að mér og það kallast hvorki meira né minna en þvagsýrugigt.

Eftirfarandi þættir stuðla að þvagsýrugigt:
ofneysla áfengis
fæðutegundir, sem innihalda mikið magn próteinefna, svo sem lifur, nýru, sardínur og ansjósur
offita
blæðingar í meltingarvegi
meiðsli sem valda mikilli eyðileggingu á vefjum líkamans
lyf t.d. sum þvagræsilyf.

Hvað er til ráða?
Minnkaðu alkóhólneysluna .
Varastu fæðutegundir sem vitað er að ýta undir köst.
Gættu að þyngdinni.
Í þvagfærum geta þvagsýrukristallar myndað steina. Drekktu gjarnan 10-12 vatnsglös á dag til að bæta flæði um þvagfærin.
Læknirinn þinn ætti að fara yfir lyfin þín.

Shiiiiiit,
Hagnaðurinn
Það er alveg magnað hvað fólk nennir að æsa sig yfir engu...

... í Afganistan væri búið að aflífa okkur öll á fótboltavelli, en sem betur fer er ástandið ekki svoleiðis hér á landi.

Síðasti dagur Idol – Stjörnuleitar #1 er á morgun.
Er Hagnaðurinn spenntur fyrir því? Jú, en ekki hvað. Jafnvel er verið að tala um að flykkjast niðrá Nasa þar sem fylgismenn Jóns Sigurðssonar koma saman. Ég er þó meira spenntur fyrir því sem fram fer eftir Idolið, þ.e. tónleikum með Ný Dönsk.

Ég hef keypt diska með Nýjum Dönskum (asnaleg beyging), en á þessu stigi finnst mér afar ólíklegt að ég muni eyða nokkrum fjármunum í disk með neinna af þeim “stjörnum” sem nú eru í Idol-pottinum. Hvað með ykkur hin?

Ég hef eiginlega haldið beint eða óbeint með Önnu Katrínu í þessari vinsældakeppni. Einnig hef ég haldið með Jóni (eða meira svona vonað að hann detti ekki út). Á morgun syngur Anna lag með einum af mínum uppáhalds, sjálfum John Lennon. Hvort það sé örugga leiðin skal ég ekki segja til um, en ég hef það sterklega á tilfinningunni að hún eigi eftir að klúðra þessu, þó svo að ég voni að hún geri það ekki.

Þá vill ég nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem sáu gamansamar hliðar þeirra pistla/slúður/sannleika sem ég hef sett fram. Einnig vill ég þakka þeim sem voru pirraðir, leiðinlegir og fúlir yfir þessu öllu saman.

Hvernig myndum við vita hvaða bíómyndir séu góðar ef við höfum engar slæmar séð?

Ég hef enn smá Idol slúður í pokahorninu en ætla ekki að koma með það fram í bloggljósið. Það myndi væntanlega vekja ómælda reiði.

Formlegri þátttöku minni í Icelandic-Idol-Slúðri er því hér með lokið.

Góðar stundir,
Hagnaðurinn


Ps. Ég fékk eftirfarandi SMS frá bróður mínum áðan þar sem hann er staddur í skíðaferð á Ítalíu: “Í gær var ég að djamma með Rubens Barrichello. Bara svo thú vitir thad.”

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Idol-fréttir...

... þá er bara búið að selja ÚA.

Hvaða þýðingu fyrir úrslit Idolsins á föstudaginn er erfitt að segja.

Mín kenning er sú að faðir Önnu Katrínar (Guðbrandur, framkvæmdastjóri ÚA) muni verða rekinn síðar í dag eða snemma á morgun. Nýir eigendur munu borga hann útúr fyrirtækinu (e. golden parachute). Hann mun síðan nota þá peninga til þess að fá alla Akureyringa (ca. 20.000 manns) til þess að kjósa Önnu 2 sinnum hver. Við það fær Anna 40.000 atkvæði í það minnsta og ætti að vinna keppnina.

Áætlaður kostnaður Guðbrands verður þá um 4 milljónir íslenskra króna. Já, það er dýrt að láta dóttur sína verða Idol.

Hver er skoðun netverja á þessari ólgandi heitu kenningu?

Kveðja,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Vegurinn að meistaratitlinum...
... verður grýttur.

Hagnaðurinn er í eftirfarandi námskeiðum þessa önnina:
1) Fjárfestingar fyrirtækja
2) Þættir í lögfræði
3) Áhætta og óvissustjórnun
4) Vaxtaþróunarlíkön og afleiður
5) Þættir í fjármálum
6) Mat á árangri

Svo sannarlega erfið önn framundan, og þá sérstaklega ef ég verð einnig að vinna og kenni eitthvað smávegis ef fólk þarf á því að halda.

Jájá,
Hagnaðurinn
Helvítis blogger drasl.

Fátt leiðinlegra en að skrifa meistaralega færslu sem dettur svo út.

sunnudagur, janúar 11, 2004

Svar við spurningum tengdum Idol-slúðri...

Misjöfn voru viðbrögðin við slúðurpakkanum mínum um Idol-keppendurna.

Björn spurði: fer kvenfólk í mútur?
Eftir því sem Hagnaðurinn veit best fer kvenfólk ekki í mútur.

Disable spurði: Er eitthvað slæmt við að hafa tattú? Ertu kannski bara aumingji, að vera hræddur við fólk sem er með tattú?
Ég hef ekkert á móti fólki sem hefur fallegt húðflúr. Húðflúr geta verið slæm og þar af leiðandi er slæmt að hafa það. Ég er ekki aumingi og get lyft nokkuð þungum hlutum og hef tekið yfir 80 kg í bekkpressu.

Uuuuuu spurði: Hvaða helvítis heimildir hefur þú að hún (þ.e. Tinna, innskot ritstjóra) hafi farið í brjóstastækkun????
Heimildamaður minn í þessu máli er ég sjálfur og tvö augu sem ég hef á höfðinu.

Noodlz spurði: Ertu í alvörunni karlkyns? hljómar einsog fertug kellingahrukka með allt þetta slúður..
Ég er í alvörunni karlkyns og varð 25 ára gamall í gær.


Svo er meira slúður á leiðinni,
Hagnaðurinn



fimmtudagur, janúar 08, 2004

Carte di mare...

... fólk virðist heldur betur tilbúið til að hneykslast á ummælum mínum um fólk í vinsældakeppni.

Það er bara alveg ágætt. Þetta sama fólk mætti einnig vera brjálað útaf háum vöxtum, spillingu, ólöglegu samráði og fleiru sem Óli Þóris tekur svo vel á.

En aldrei commentar neinn hjá honum Óla.

Skrítið,
Hagnaðurinn


Ps. Ég verð 25 ára gamall á laugardaginn. Tímamót?

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Idol slúður
Jæja ágætu lesendur og gleðilegt árið. Hefjum það á smá slúðri og sannleika.

Kalli Bjarni:
Heimildir Hagnaðarins herma og Kalli eigi sér mjög dökka fortíð. Jafnvel er talað um að hann hafi farið í meðferð 14 ára gamall og hafi lamið mann og annan þegar hann bjó í Bakka-hverfinu í Breiðholti á unglingsárum. Þetta heyrði ég fyrir síðasta þátt. Svo birtist kappinn þakinn húðflúrum og ég sannfærðist. Hann er villingur. En hann söng vel.

Anna Katrín:
Heimildir Hagnaðarins herma að Anna Katrín sé alltaf pínu veik og að hún sé í mútum. Einnig mun vera í gangi eins allsherjar spilling í sambandi við hennar þátttöku. Faðir Önnu mun vera aðal-gæinn í Útgerðarfélagi á Akureyri (ÚA) og jafnvel hafa heyrst kenningar þess efnis að hér séu mútur á ferðinni. Hafiði séð nýja jeppann hans Bubba? Ég held hún vinni þessa keppni. Tvöfaldar mútur hlýtur að þýða sigur.

Tinna Marína:
Heimildir Hagnaðarins herma að Tinna hafi farið í brjóstastækkun á meðan þátttöku hennar í Idolinu stóð. Einnig er það talið víst að hún getur eingöngu sungið lög með Celine Dion. Hún átti skilið að detta út með hræðilegri frammisstöðu.

Ardís:
Heimildir Hagnaðarins herma að Ardís sé á föstu með hinum landsþekkta Jónatani Grétarssyni, ljósmyndara Séð og Heyrt. Jónatan er sá hinn sami og Garðar Gunnlaugsson boðaði á veitingastaðinn Madonna þegar hann trúlofaðist Ásdísi Rán svo eftirminnilega, en það er önnur saga. Einnig æfði Jónatan knattspyrnu með Fram og Leikni á sínum yngri árum með misjöfnum árangri. Ardís fer í fínustu taugar Hagnaðarins og dettur vonandi út sem fyrst.

Jón Sigurðsson, a.k.a. Halló-maðurinn, a.k.a. Nomis, a.k.a. 500-kallinn:
Jón er eini maðurinn í Idolinu sem ég myndi heilsa útá götu. Hann er með eindæmum hress eins og sést hefur á skjánum. Þá er hann gallharður Framari. Jón er mjög kómískur en á það til að láta alls kyns vitleysu útúr sér. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Hagnaðarins mun Jón hafa topp-3 lista yfir karlmenn sem hann vildi sofa hjá. Einnig mun hann vera krunk-ari, en ég vill sem minnst um það vita. Hagnaðurinn telur að Jón muni komast í topp-3 í Idolinu, en þar verða ekki þrír karlmenn.

Nýja árið er byrjað,
Hagnaðurinn