fimmtudagur, janúar 15, 2004

Það er alveg magnað hvað fólk nennir að æsa sig yfir engu...

... í Afganistan væri búið að aflífa okkur öll á fótboltavelli, en sem betur fer er ástandið ekki svoleiðis hér á landi.

Síðasti dagur Idol – Stjörnuleitar #1 er á morgun.
Er Hagnaðurinn spenntur fyrir því? Jú, en ekki hvað. Jafnvel er verið að tala um að flykkjast niðrá Nasa þar sem fylgismenn Jóns Sigurðssonar koma saman. Ég er þó meira spenntur fyrir því sem fram fer eftir Idolið, þ.e. tónleikum með Ný Dönsk.

Ég hef keypt diska með Nýjum Dönskum (asnaleg beyging), en á þessu stigi finnst mér afar ólíklegt að ég muni eyða nokkrum fjármunum í disk með neinna af þeim “stjörnum” sem nú eru í Idol-pottinum. Hvað með ykkur hin?

Ég hef eiginlega haldið beint eða óbeint með Önnu Katrínu í þessari vinsældakeppni. Einnig hef ég haldið með Jóni (eða meira svona vonað að hann detti ekki út). Á morgun syngur Anna lag með einum af mínum uppáhalds, sjálfum John Lennon. Hvort það sé örugga leiðin skal ég ekki segja til um, en ég hef það sterklega á tilfinningunni að hún eigi eftir að klúðra þessu, þó svo að ég voni að hún geri það ekki.

Þá vill ég nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem sáu gamansamar hliðar þeirra pistla/slúður/sannleika sem ég hef sett fram. Einnig vill ég þakka þeim sem voru pirraðir, leiðinlegir og fúlir yfir þessu öllu saman.

Hvernig myndum við vita hvaða bíómyndir séu góðar ef við höfum engar slæmar séð?

Ég hef enn smá Idol slúður í pokahorninu en ætla ekki að koma með það fram í bloggljósið. Það myndi væntanlega vekja ómælda reiði.

Formlegri þátttöku minni í Icelandic-Idol-Slúðri er því hér með lokið.

Góðar stundir,
Hagnaðurinn


Ps. Ég fékk eftirfarandi SMS frá bróður mínum áðan þar sem hann er staddur í skíðaferð á Ítalíu: “Í gær var ég að djamma með Rubens Barrichello. Bara svo thú vitir thad.”