fimmtudagur, janúar 29, 2004

Við lækkum verðin...

.... sagði dvergurinn Valtýr Björn á sumar- og haustmánuðum, þegar hann var að auglýsa skyndibitakeðjuna (ég kúgast af því að skrifa orðið "keðjan") McDonald´s.

"Frábært" sagði ég, enda tíður gestur.

Svo brá ég mér þarna um daginn... pínu þunnur. Voru ekki bara öll verð búin að rjúka upp.
"Andskotinn" hugsaði ég.

Og ekki nóg með það, heldur er núna farið að rukka fyrir tómatsósubréf. Hvað er það? Hver andskotinn er í gangi? Það er alls staðar frí tómatsósa. Á ekki bara að fara að rukka fyrir handþurrkur, bakkana sem maður notar, stólana, borðin, rörin, umbúðir, og allt sem þessum fávitum dettur í hug.

Ég krefst breytinga og það hið fyrsta.
Ef veitingastaðurinn verður ekki að kröfum mínum mun hugsanlega koma til viðskiptabanns, og öll vitum við hvað það þýðir (sjáið Kúbu).

Hvað segiði lesendur? Undirskriftasöfnun eða bara beint í viðskiptabann?

Svo er náttúrulega Burger King að opna á næstu dögum, og McDonald´s skal sko fá að vita það að það má auðveldlega kaupa mig yfir.

Suss og svei og vond vinnubrögð.

Baráttukveðja,
Hagnaðurinn