sunnudagur, janúar 18, 2004

Partý heima hjá Sigmundi Erni ...

.... já haldiði ekki að Haukur Hagnaður hafi verið mættur bara í live Innlit/Útlit í gær heima hjá ljóðskáldinu og fréttahauknum Sigmundi Erni. En það var ekki alveg svoleiðis.

Málið var að Billy (the kid, Elliot, Madison) átti 30 ára afmæli og þetta var svona óvænt (e. surprise). Helvíti gott allt saman. Sigmundur og frú eiga fallegt heimili og sérstaklega var klósettið hjá þeim eftirminnilegt með hita í gólfi. Ég var samt sá eini sem naut þess því enginn annar fór úr skónum.

Eftir fínt partý var farið í annað afmæli hjá vinkonum Hörpu. Við vorum of edrú fyrir það grímuball svo við fórum ásamt Simma og Sirrý á Celtic Cross. Fengum okkur nokkra þar og svo bara heim í nachos og smá meiri bjór. Fínasta kvöld.

Það má því með sanni segja að Hagnaðurinn hafi fengið sér í tánna í gær (sjá færsluna á undan).

Hva, bara partý?
Hagnaðurinn