mánudagur, janúar 26, 2004

Sjónvarp...

... djöfull er þetta rosalegt. Jack, Tony, Kim, David og einhverjir af hinum eru mætt aftur. Þriðja serían er hafin. Spennan er hreinlega yfirþyrmandi. 24 er það besta í sjónvarpi í dag. Gleymið bara American Idol. Það kemur nr. 2 eða 3.

... ég sakna soldið Queer Eye. Kyan Douglas, Carson Kressley, Thom Felicia, Ted Allen og Jai komu eins og himnasetning þegar skammdegið tók að skella á á haustdögum. En þeir komu aftur, bölvaðir hommarnir.

... svo er bara síðasti þátturinn af Dawson í kvöld. Þvílík gríðarleg spenna. Ætli Dawson og Joey Potter endi saman? Það er aðeins ein leið til að komast að því.

... American Idol er byrjað. Það er bara hressandi. Vantar samt fleiri vonda í Lakers búningum. En rosalega er þetta miklu betra og skemmtilegra en idol-stjörnuleit. Það er bara sannleikur.

... vakti til 4 í nótt að horfa á Golden Globe. 24 vann sem besti þátturinn og Lordarinn var besta myndin. Hagnaðurinn var vel sáttur með það. J-Lo mætti ein. Kate Hudson var hvergi sjáanleg. Tom Cruise var í dúndrandi fíling og gott ef hann var ekki bara á kannabisefnum. Rene Zellwiger var jafn ógeðslega pirrandi og áður. Ég þoli ekki drusluna.

... svo er líka ágætis þáttur á Stöð 2 í kvöld. Darren Brown heitir hann að mig minnir. Góð skemmtun það.

Þetta er svona það helsta í sjónvarpi.
Hagnaðurinn