miðvikudagur, janúar 14, 2004

Idol-fréttir...

... þá er bara búið að selja ÚA.

Hvaða þýðingu fyrir úrslit Idolsins á föstudaginn er erfitt að segja.

Mín kenning er sú að faðir Önnu Katrínar (Guðbrandur, framkvæmdastjóri ÚA) muni verða rekinn síðar í dag eða snemma á morgun. Nýir eigendur munu borga hann útúr fyrirtækinu (e. golden parachute). Hann mun síðan nota þá peninga til þess að fá alla Akureyringa (ca. 20.000 manns) til þess að kjósa Önnu 2 sinnum hver. Við það fær Anna 40.000 atkvæði í það minnsta og ætti að vinna keppnina.

Áætlaður kostnaður Guðbrands verður þá um 4 milljónir íslenskra króna. Já, það er dýrt að láta dóttur sína verða Idol.

Hver er skoðun netverja á þessari ólgandi heitu kenningu?

Kveðja,
Hagnaðurinn