fimmtudagur, janúar 15, 2004

Stutt sláandi frétt af Hagnaðinum....

.... Hagnaðurinn hefur verið að drepast í annarri stóru tánni að undanförnu (líkt og Shaq!!!). Ég er búinn að komast að því hvað er að mér og það kallast hvorki meira né minna en þvagsýrugigt.

Eftirfarandi þættir stuðla að þvagsýrugigt:
ofneysla áfengis
fæðutegundir, sem innihalda mikið magn próteinefna, svo sem lifur, nýru, sardínur og ansjósur
offita
blæðingar í meltingarvegi
meiðsli sem valda mikilli eyðileggingu á vefjum líkamans
lyf t.d. sum þvagræsilyf.

Hvað er til ráða?
Minnkaðu alkóhólneysluna .
Varastu fæðutegundir sem vitað er að ýta undir köst.
Gættu að þyngdinni.
Í þvagfærum geta þvagsýrukristallar myndað steina. Drekktu gjarnan 10-12 vatnsglös á dag til að bæta flæði um þvagfærin.
Læknirinn þinn ætti að fara yfir lyfin þín.

Shiiiiiit,
Hagnaðurinn