föstudagur, ágúst 30, 2002

Heiðurspistill vikunnar

Páll Snorri Viggósonn er nafn sem fáir kannast við úr viðskiptaheiminum á Íslandi. Vinnuheiti Páls, Porno Paul ( Ice. Klám-Páll), er öllu þekktara og menn frá landi hinnar rísandi sólar og allt til Lundúna þekkja vel til verka Páls. En hver er þessi Páll? Skoðum málið...

Ástæður þess að Páll er ekki þekktur á Íslandi (nema í undirheimunum) er að hann er hugsjónamaður. Í hans huga er íslenski fjármálamarkaðurinn bara kjánalegaur þar sem spilling ræður ríkjum, frekar en kunnátta og þekking. Páll skoðar ekki bara kústaskápinn þegar hann kemur inní höll, heldur skoðar hann hvern krók og kima því það er aldrei að vita hvar tækifæri leynast... það gætu verið í gestaherberginu, hugsanlega í eldhúsinu, eða uppá lofti... “leitið og þér munið finna” eru kjörorð Páls.

Páll veit og gerir sér grein fyrir að Róm var ekki byggð á einum degi. Hann hefur eytt miklu fé í að mennta sig í því sem skiptir máli og tæknilega má halda því fram að aðeins 3% mannkyns hafi þá þekkingu sem hann hefur ... þó vissulega séu það mun færri... það getur bara verið einn Júrí Gagarín !!!

En Páll veit líka... og veit það reyndar betur en flestir aðrir... að skólabókalærdómur er ekki allt sem máli skiptir, heldur eru það frekar undirstöðuatriðin (e. Fundamentals) sem skera úr um hverjir skara framúr. “Eitt epli á dag kemur skapinu í lag” er setning sem Páll notar við mörg tækifæri, og eru það orð að sönnu.

Páll er árrisull með eindæmum, stundvís og skipulagður. Einnig eru fáir sem nota tímann sinn betur en Páll og er tímastjórnun (e. Time management) honum afar mikilvægt... sem er naðusynlegt fyrir mann sem hefur sömu skyldum og hann að gegna.

Já, Páll er ekki eins og fólk er flest. En eitt á hann sameiginlegt með flestum Íslendingum... hann er afar drykkfelldur !!!

Já, þetta er Páll Snorri Viggósson í hnotskurn.

Hagnaðurinn kveður að sinni.

Ps. Ef það er einhver þarna úti sem vill fá heiðurspistil, þá er bara um að gera að senda mér póst á haukurhauks@hotmail.com.
Einnig...

Ég var búinn að lofa að tala um golfferð sem var framin á miðvikudaginn. Golf er einhver stórkostlegasta íþrótt sem fundin hefur verið upp. Af hverju er það? Jú, ég spilaði langbest en lenti samt í öðru sæti... furðulegt !!! Lokastaðan var eftirfarandi:
1) Viðar... 102
2) Haukur ... 104
3) Daði ... 107

ATH!!! Leiknar voru 18 holur...
Sendi líka inn umsókn til annars fyrirtækis...

Það heitir G.J. Fjármálaráðgjöf. Gunnlaugur Jónsson (G.J. !!!) svaraði mér um hæl... ég kann að meta menn sem svara um hæl. Ég var ekki að sækja um neitt ákveðið starf... bara svona almenn umsókn. Og viti menn, hann vill fá að tala við mig í næstu viku. Það er svo sem fínt bara. Kemur í ljós síðar hvað verður úr þessu. Slappaðu af... Ég mun láta ykkur vita.

Hagnaðurinn
Fór líka í einhvers konar atvinnuviðtal í gærmorgun...

Veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að segja um það. Þetta var hjá fyrirtæki sem heitir Bein Markaðssókn... er til húsa niðrí Ármúla. Þetta var einhvers konar símasala og það var talað um að góð laun væru í boði !!! Ég veit það nú ekki, til dæmis eru leikskólakennarar með hærri laun. Ég vill samt ekki nefna neinar tölur... en hún rétt slagaði í sex (6) stafa tölu... íslenskar krónur, ekki dollarar !!!
Virkni í uppfærslum hefur ekki verið uppá marga fiska að undanförnu...

... Hvað er Hagnaðurinn eiginlega að gera þessa dagana? Lítum á lífið, Líkami fyrir lífið...

Mig langar fyrst að skrifa aðeins um tvær (2) myndbandsspólur sem ég hef horft á undanfarna daga. Önnur var góð en hin var ekki góð. Önnur hét Crossroads og önnur hét High Fidelity... og getiði nú !!!

Sko, ég valdi ekki Crossroads, heldur Harpa, kærastan mín. Hún hélt að hún væri góð, en annað kom í ljós. Þetta var ekki góð mynd. Hvernig var Spritney? Það skiptir eiginlega ekki máli... þó hún hafi vissulega átt Óskarinn skilinn, þá breytir það ekki þeirri staðreynd að þetta var rusl... Crossroads fær 12 stjörnur (*) af 100 mögulegum. Það var fyrir útlit myndarinnar.

High Fidelity var afbragð skemmtun. Ég fór í munnlegt próf út bókinni í fjórða (4) bekk í M.S. og stóð mig með einsdæmum illa... ástæðan var sú að ég hafði ekki lesið bókina. Kannski ég hefði betur gert það. Ég ætla ekkert að fara út í það um hvað myndin er e-ð eitthvað álíka, það má lesa annars staðar. En ég mæli eindregið með henni.

þriðjudagur, ágúst 27, 2002

Knattleikur fór Fram í gær !!! (Fram með stóru F-i, ávallt alltaf allsstaðar bla bla bla)

Sjaldan eða aldrei hef ég verið í annari eins lífshættu eins og í gær. Af hverju?... spyrja sumir. Jú, þetta var einfaldlega leikur uppá líf og dauða sem við spiluðum á móti KR. Þetta fer þannig fram að þeir sem vinna leikinn fá að lifa, fara aftur í þrælabúðirnar og spila svo annan leik þar sem líf er lagt undir...

... en þeir sem tapa!!! Úff, það er ekkert nema dauðinn einn sem tekur við. Ekki einu sinni neitunarvald forseta getur breytt þeirri ákvörðun, hvað þá forseti alþingis. En George W. Bush, getur hann breytt einhverju? Það er gaman að það þú skulir minnast á hann, því það er skemmtilegt frá því að segja að hann mun framkvæma aftökuna.

... Hvað með jafntefli, já, eða segðu, þráskák... Aflýst vegna veðurs? Þá koma löglærðir menn með doðrantana sína og glugga í þá. Oftast ræður þá hlutkesti hverjir munu fá að lifa, eða á ég að segja, hverjir fá að deyja.

Já, í gær var ég í lífshættu en í dag er ég dauður.

Hagnaðurinn

mánudagur, ágúst 26, 2002

Hvernig er það...

... Ætlar enginn að skrá sig í gestabókina, eða taka þátt í könnuninni hlutlausu? Bara spyr svona...

Hagnaðurinn, a.k.a. Adolf
Góðan daginn hér...

Alltaf eru mánudagarnir jafn skemmtilegir... sérstaklega þegar það rignir frá hlið !!! Í dag er leikdagur, sem þýðir að ég mun binda á mig takkaskó og hlaupa svo á eftir knetti. Það getur verið skemmtilegt, einkum og sér í lagi þegar liðið sem ég spila með spyrnir knettinum í net andstæðinganna.Þá segjum við “húrra” og leggjumst allir í hrúgu... oftast skammt frá markinu, og jafnan er það maðurinn sem skoraði sem er á botninum í hrúgunni... hann gæti meiðst ef of þungur.

... Í dag eru andstæðingar okkar strákarnir úr vesturbænum.... stundum kallaðir Kringar. Þetta gæti orðið skemmtilegur knattspyrnuleikur, til dæmis ef mitt lið skorar fimm (5) mörk en hitt liðið bara fjögur (4). Þó er ólíklegt að þetta gerist. Líklegra er að þetta verði drepleiðinlegur leikur þar sem fólk mun sjá eftir því að hafa borgað eitt þúsund (1000) krónur inn... minna fyrir börn, gamalmenni og innflytjendur. Við verðum bara að hjálpa þessu fólki !!!

... shit hvað ég er með slappa net-tengingu... ég er hér að reyna að “stela” nýja Coldplay disknum en það virðist ætla að taka heila eilífð. Ég er saklaus af öllum ákæruatriðum um þjófnað. Þið skiljið hvað ég meina ef þið sáuð Dateline NBC í gær á Skjá Einum... djöfull var það heimskur gæi.

Hagnaðurinn

föstudagur, ágúst 23, 2002

Kjánalegi pistill vikunnar

... Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu á undanförnum misserum um framgöngu Sigurrósar-drengjanna í músík. Sitt sýnist hverjum en sýnist þó. Stór orð hafa verið látin falla, til dæmis “Það er aðeins eitt sem Sigurrós gerir betur en aðrar hljómsveitir. Þeir semja betri lög”. Vissulega stór orð hér á ferðinni. Aðrir vilja meina að hér sé bara á ferðinni “gaul, garg, og ekkert nema viðbjóður.” Þetta eru einnig stór orð. Hér er notast við Times New Roman letur, og stærð textans mun vera tólf. Tek ég því ekki afstöðu í málinu því allir eru stafirnir af sömu stærð.

... Annað er öllu áhugaverðara að velta fyrir sér. Það er fíkniefnaneysla drengjanna. Óstaðfestar heimildir herma að drengir þeir sem hér er um rætt noti kannabisefni í töluverðu magni. Talað var um það í fjölmiðlum hér á landi fyrir rúmu ári að drengjunum í Sigurrós hafi borist þakkarbréf frá einum liðsmanna bandarísku hljómsveitarinnar Metalica eftir að þeir fyrrnefndu hafi spilað á tónleikum í San Fransisco. Heyrði ég svo um daginn að Sigurrósar drengirnir hafi vafið kannabisefni inní þetta umrædda bréf og reykt með bestu lyst. Ekki fylgdi sögunni hvort þessi vafningur hafi verið betri en annar.

... Getur verið að Sigurrósar drengirnir lifi ekki í raunveruleikanum? Hér fyrr í dag birtist grein frá heimasíðu drengjanna. Þar kemur fram að næsta plata þeirra mun bera heitið ( ). Hvernig segja menn þetta eiginlega? Verða menn að reykja kannabisefni til að skilja þetta? Einnig kemur þar fram að næsta plata mun vera á tungumáli sem kallast “Vonlenska” (e. Hopelandic). Er þetta eitthvað eiturlyfjatungumál? Ég stend bara á gati. Hvar er Snati?

Hagnaðurinn
LANGAR BARA AÐ BENDA FÓLKI Á AÐ...

... það er kominn gestabók þarna niðri. Fyrir sunnan, segja sumir. Endilega skrá sig og jafnvel senda línu. Svo er líka kominn skoðanakönnun. Hún er með öllu hlutlaus !
Ég er búinn að horfa á nokkrar góðar bíómyndir uppá síðkastið...

1) The 51st State er ný mynd með Samuel L. Jackson og Robert Carlyle í aðalhlutverkum. Svo leikur Meat Loaf einnig nokkuð stórt hlutverk. Þetta er hressandi mynd sem gerist í Liverpool á Englandi. Það er svo sem ekkert blað brotið í sögu kvikmyndagerðar en hressleikinn er í fyrirrúmi og það er mikilvægt. Ekki skemmir fyrir að Robert Carlyle er í Liverpool búning alla myndina.

2) Ég horfði líka á American History X um daginn. Það er nú ansi helvíti góð bíómynd. Ég hafði reyndar séð eitthvað af henni áður, en aldrei alla. Allavega, ef þið eruð ekki búin að sjá þessa, þá endilega drífa sig út á leigu. Þetta er eiginlega ein af þessum myndum sem maður vill ekki að endi.

3) Groundhog Day hafði ég ekki séð fyrr en bara núna fyrir tveimur (2) dögum. Ertu fífl? spyrja sumir. Það er fátt um svör. Jú jú, það er rétt sem lýðurinn er að segja, þetta er bara nokkuð góð mynd. Sumir myndi segja afbragð, aðrir segja kannski bara jarðaberjabragð, en það er önnur saga. Sumir myndi segja afbragð, aðrir segja kannski bara jarðaberjabragð, en það er önnur saga. Get it?

4) Að lokum er það mynd frá 1939. Hey, er það ekki þegar WWII byrjaði? Jú, það er rétt. Það ár var einnig myndin Herra Smith fer til Washington (e. Mr. Smith Goes to Washington) gefin út. Þetta er svarthvít mynd... samt ekki svona svarthvít mynd sem breytist allt í einu í lit, eins og Pleasantville. En endilega ef þið viljið horfa á mynd sem er ekki full af einhverjum tæknibrellum og viðbjóði, þá endilega kíkjið á þessa. Þið getið líka kíkt á þessa hérna sem kallast 12 Angry Men. Hún er líka hressandi. 12 Angry Men var svo endurgerð árið 1997. Sú mynd var nánast alveg eins og originallinn... nema að Tony Danza var í henni. Hann er ekki góður. Hann á bara að ryksuga og skúra, og kannski kúka í hádeginu.

Hagnaðurinn


here's what you've all been waiting for (taken from www.sigur-ros.co.uk)

we've finally been given the go ahead to give details of the new sigur rós album. the album is 70 minutes long and is entitled ( ). the album's eight songs are all untitled and the songs are sung in "hopelandic", in other words the vocals don't have any lyrics. the eight-page booklet is all blank and listeners will be invited to write in their own lyrics for the songs. in a move that is sure to result in the lower end of the media waving the pretentious card, sigur rós have chosen to take minimalism to the extreme on their new album. the music should speak for itself. the confirmed release date for ( ) is october 28th. we'll bring you more details about the album cover and artwork shortly.


miðvikudagur, ágúst 21, 2002

Er ég að verða eitt af úrhrökum samfélagsins?

... hugsanlega kannski gæti verið. Mér datt í hug fyrr í dag að skrá mig á atvinnuleysisbætur. Þú veist, sníkjudýr... lifa á þeim ríku, láta bæinn sjá fyrir mér. Þvílík lágkúra. Það ætti frekar að ráða mig í þetta starf þarna hjá borginni sem ég var að sækja um. Hagnaðurinn myndi svo taka til ... hreinsa spillinguna, og hirða svo launin sín.... sem hann (Ég) vann mér inn. Mér sýnist ég vera búinn að tala mig sjálfan af þessari hugmynd. Það er kannski öllum fyrir bestu. Nema....

... ég taki þennan pening (sem er nú ekki mikið) og gefi fátækum. Þá erum við komin með fátækur fátækur ... þú veist, mínus mínus verður plús !!! ... og allir verða ánægðir... Heyrðu, er ég alger Ragnar Reykás... mér sýnist ég aftur hafa skipt um skoðun...

... Samt er þetta ekki í anda Hagnaðarins. Þetta er ekki hagnaður. Þetta er meira svona að Enron-ast, WorldCom-ast, já og Tyco-ast. Þetta er ekki sannur hagnaður þrátt fyrir að einhverjir peningar komi inn. Það er ekkert productivity af minni hálfu. "No value to the marketplace" (Jim Rohn quote) !!! ... ég er búinn að snúa sjálfum mér aftur. Ég ætla að sofa á þessu.

Hagnaðurinn
Já, Hagnaðurinn er enn á lífi...

... og rúmlega það. Ég fór í ansi skemmtilega golfferð í gær. Ég spilaði með Viðari Guðjónssyni á heimavelli hans að Kiðjabergi. Veðrið var ekki gott... rigning frá hlið !!! ... hitinn var ca. 11 gráður á celcius.

... Það sem var öllu skemmtilegra voru úrslitin. Ég hafði gert ráð fyrir að spila á undir fimmtíu (50) höggum á níu (9) holum. Það gekk því miður ekki eftir og má segja að það hafi að hluta til verið veðrinu að kenna. En það var samt ákveðið áður en spil hófst að það væri bannað að kenna veðrinu um lélega spilamennsku !!! ... Ég geri það því ekki.

Ég spilaði á 56 höggum... sex færri en Viðar og fór því með sigur af hólmi.... Hagnaðurinn vinnur alltaf.

... Þetta var í rauninni upphitunarmót fyrir "Fram Open" sem mun fara fram á föstudaginn næstkomandi.

Þar ætla ég líka að vinna... Hagnaðurinn vinnur alltaf
1. THE FIRST STEP FOR GETTING BETTER RESULTS by Jim Rohn

How dramatically we can change our results is largely a function of imagination. In 1960, it was a technological impossibility for man to travel into outer space. Within ten years, however, the first man stepped out onto the surface of the moon. The miraculous process of converting the dream into reality began when one voice challenged the scientific community to do whatever was necessary to see to it that America "places a man on the moon by the end of this decade." That challenge awakened the spirit of a nation by planting the seed of possible future achievement into the fertile soil of imagination. With that one bold challenge the impossible became a reality.

- THE SAME PRINCIPLE APPLIES TO EVERY OTHER AREA OF OUR LIFE! -

Can a poor person become wealthy? Of course! The unique combination of desire, planning, effort and perseverance will always work its magic. The question is not whether the formula for success will work, but rather whether the person will work the formula. That is the unknown variable. That is the challenge that confronts us all. We can all go from wherever we are to wherever we want to be. No dream is impossible provided we first have the courage to believe in it.

To Your Success,
Jim Rohn

þriðjudagur, ágúst 20, 2002

Ég var að sækja um enn eitt starfið... það hljómar svo:

Fulltrúi
Starfssvið
Fulltrúi er aðstoðarmaður fjármálastjóra og fjárhagsáætlunarfulltrúa. Hann er ritstjóri greinargerðar með fjárhagsáætlun og 3ja ára áætlun. Einnig ber fulltrúi ábyrgð á skjalamálum deildar í skjalavörslu- og hópvinnukerfinu GoPro ásamt heimasíðu deildarinnar. Þá felst í starfi fulltrúa að vera innanbúðarráðgjafi í starfshópum undir stjórn sérfræðinga fjármáladeildar.

Menntunar- og hæfniskröfur
· Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
· Mjög góð íslenskukunnátta.
· Haldgóð tölvuþekking s.s. í Word, Excel og Powerpoint.
· Tungumálakunnátta æskileg.
· Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
· Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
· Færni í mannlegum samskiptum.
· Kappsemi og metnaður til að ná árangri.

Upplýsingar um starfið veitir Anna Skúladóttir.

Hagnaðurinn

mánudagur, ágúst 19, 2002

"Hvort myndirðu heldur..."

... keppnin hefur hér með verið sett á laggirnar. Keppnin er einföld í sniðum mjög. Menn þurfa einfaldlega að semja að semja spurningu sem hefst svo: "Hvort myndirðu heldur"... og skrifa svo spurninguna inní "comment" dæmið hér að neðan.

Ég ætla að hefja leik hér með einni léttri og hressandi: Hvort myndirðu heldur lesa Gamla Testamentið í einni lotu eða hlaupa tvöfalt maraþonhlaup (84.4 km.)

föstudagur, ágúst 16, 2002

Fór líka í sund fyrr í dag...

... Árbæjarlaugin varð fyrir valinu. Þetta er hressandi laug ekki of langt frá heimili mínu hér í Borg Óttans þar sem glæpamenn ráða ríkjum.

Aðallega bar buslað í heitu pottunum en einnig var gripið í körfubolta sem þarna var á svæðinu og spilað tuttuguogeinn (21)... það var hressandi...

Hagnaðurinn
Ég var að koma úr kvikmyndahúsi ...

... minni fyrstu bíóferð hér á landi í sumar. Myndin sem varð fyrir valinu er Maður eins og ég. Það kostaði þúsund (1000) kall inná hana, sem mun vera eðlilegt þegar um íslenska mynd er að ræða.

... Myndin var ágæt. Ég gef henni 75 stjörnur (af hundrað mögulegum)... ég veit hreinlega ekki hversu fáar stjörnur hún hefði fengið ef Þorsteinn Guðmundsson hefði ekki verið í henni. Jón Gnarr var ekkert sérlega fyndinn ... en fyndinn þó. Siggi Sigurjóns lék skemmtilegan karakter sem fyrrverandi rokkstjarna.

... Tónlistin í myndinni var agaleg... auk þess var margt í myndinni sem var bara asnalegt eiginlega... fer ekki nánar útí það hér.

Hagnaðurinn

fimmtudagur, ágúst 15, 2002

Arbitrage ... Arbitrage ... Arbitrage

If you had bought $1000.00 worth of Nortel stock one year ago, it would now be worth $49.00.

With Enron, you would have $16.50 of the original $1,000.00.

With Worldcom, you would have less than $5.00 left.

If you had bought $1,000.00 worth of Budweiser (the beer, not the stock) one year ago, drank all the beer, then turned in the cans for the 10 cent deposit, you would have $214.00.

Based on the above, my current investment advice is to drink heavily and recycle.

Hagnaðurinn... ávallt vakandi

miðvikudagur, ágúst 14, 2002

Sögustund...

Besti leikmaður allra tíma Magic Johnson á afmæli í dag. Hann er 43 ára gamall.

Best NBA player of all time, Magic Johnson is 43 today. Congratulations to him and all Lakers fans.

Magic lengi lifi
"Þetta var fáránlegt"

... sagði Daði Guðmundsson að loknu golfmóti gærdagsins. Er hann hér að vitna til herfilegra taktískra mistaka sinna á sautjándu (17.) braut. Hvað fór úrskeiðis? Förum yfir málin...

Jú, áður en leikur hófst var það samþykkt af leikmönnunum þremur (3) að leyfa svokallaða "mulligan" (endurtekið teigskot) einu sinni á hverjar níu (9) holur. Var það hið besta. Daði hafði ekki nýtt sér sinni mulligan-rétt þegar hann sló teighögg sig af sautjánda teig... teighöggið geigaði hrapallega og lá við að það væri svokallað bjórskot (þ.e. að það drifi ekki yfir rauðu teigana). Auk þess var kúlan staðsett í gríðar djúpu grasi svo boltinn var illsláanlegur. Daði ákvað að nýta sér ekki rétt sinn til að mulliganast.

"Þetta var fáránlegt" eru orð að sönnu. Með framferði sínu var Daði í rauninni að segja að teighöggið af átjánda (18) teig yrði verra en þetta af sautjánda (17). Hvað gekk manninum eiginlega til? Svarið hefur enn ekki komið fram.

... Þess má líka til gamans geta að teighögg Daða af átjánda teig var hans besta í gær !!! ... Skondið, ha ?

Gerum lífið skemmtilegra,
Hagnaðurinn
Mig langar að byrja á að vitna í sjálfan mig ...

"... Ég ætla að vinna ... ég vinn alltaf..." ... Svo reit ég klukkan 1:06 í gær, þ.e. þriðjudag. (Þess má reyndar geta að þessi tilvitnun í sjálfan mig er í rauninni tilvitnun í mann að nafni Kjartan Páll Eyjólfsson, a.k.a. Gamli).

... Já, ég ætlaði að vinna golfið sem fram fór í gær að Kiðjabergi, skammt frá Laugavatni. Þetta var æsispennandi keppni. Lítum á það helsta:

... Fyrst er það skorið: Haukur (113), Viðar (115), og Daði (123).
... Við spiluðum sem sagt níu (9) og níu (9) holu keppnir.
... Á fyrri níu var Viðar með þriggja (3) högga forskot á mig fyrir síðustu holuna... ég spilaði hana á fimm (5), eða skolla, en Viðar spilaði á níu (9), eða eitthvað sem ég kann ekki orð fyrir... Daði spilaði á eitthvað fleiri höggum ... man ekki lengur... Ég vann því með einu (1) höggi
... Einnig vann ég seinni níu holurnar... ég og Viðar vorum jafnir fyrir lokaholuna, en aftur spilaði ég hana á fimm höggum en í þetta skiptið náði Viðar að fara hana á sex (6) höggum... sem sagt... annar sigur í höfn


Ég hef lokið riti mínu í bili

þriðjudagur, ágúst 13, 2002

A little bit of Jim Rohn ...

Success is nothing more than a few simple disciplines, practiced every day; while failure is simply a few errors in judgment, repeated every day. It is the accumulative weight of our disciplines and our judgments that leads us to either fortune or failure.

"An apple a day keeps the doctor away"
Það er allt að verða vitlaust hér já !!!

Svo sem ekki mikið að gerast eins og er. Var að bæta við smá linkum inná síðuna. Þeir ættu að halda hressleikanum gangandi ... eins og við vitum þá er hressleikinn afar mikilvægur.

... Er að spá í að fara í golf á eftir með Viðari "Keðju" Guðjónssyni og Daða Guðmundssyni. Það er ekki vitað hvar spilað verður en ég mun gefa nákvæma skýrslu hér að leik loknum.

... Ég ætla að vinna ... ég vinn alltaf...

Hagnaðurinn

mánudagur, ágúst 12, 2002

Hagnaðurinn heldur áfram .... og áfram...

Sótti um starf inná stra.is undir heitinu Verkefnastjóri/Uppgjör.

... Sótti líka um eitthvað starf við bókhald sem var auglýst inná Mannval heimasíðunni.

Svo er bara að vona að það komi eitthvað útúr þessu.

Hagnaðurinn
Var að sækja um enn eina vinnuna ...

... Þetta er starf hjá Íslandsbanka í greiningardeild. Ég spái því að tvö hundruð (200) manns muni sækja um.

Jájá, svona er þetta bara ...kúkum í hádeginu.

Hagnaðurinn
Knattspyrnuleikur fór fram í gær...

Mitt lið vann ekki leikinn og ekki var heldur jafntefli. Ástæður ?
... Jú hitt liðið skoraði fleiri mörk en okkar lið. Af hverju?
... Þeir voru stærri, sterkari, hlupu hraðar, tækluðu fastar, hoppuðu hærra, o.s.frv. En...
... við erum samt fallegri !!!

Svona er staðan núna:
1) Það eru enn fimm (5) leikir eftir og fimmtán (15) stig í pottinum
2) Þetta eru bara í okkar höndum... það hjálpar okkur enginn
3) Ef menn leggja sig ekki fram núna, hvenær gera þeir það þá?
4) Við verðum bara að fara norður til að spila á móti Þór og verja þetta stig sem við höfum... og reyna að sækja hin tvö (2)...
5) Við erum náttúrulega bara komnir upp við vegg
6) Við erum bara að berjast fyrir tilverurétti okkar í deildinni

Shit hvað þetta er hressandi...

Hagnaðurinn

ps. Nýir frasar óskast .... ég er kominn með leið á þessum

laugardagur, ágúst 10, 2002

It´s not a debate anymore...

... I´m a boring dude !!!

1) I woke up at eight (8) on a Saturday morning... for no particular reason... just did it
2) I watched some Icelanders play golf on TV ... you just don´t know ... it´s a different sport here
3) Right now it´s eleven (11) at night and I am... hummmm

... There is only one thing that will make this day perfect and that is to watch the new Britney Spears movie ... "Crossroads"

Ya´ll... the cheerfulness is always in the former-bed

Hauks
Það verður ekki deilt um það ...

... Ég er leiðinlegur gæi !!!

1) Ég vaknaði klukkan átta (8) á laugardagsmorgni... það var eiginlega engin ástæða... gerði það bara
2) Ég horfði á íslenskt golf í sjónvarpinu... ekki bara karlagolf sko... ekki að það skipti svo sem öllu máli
3) Klukkan er rúmlega ellefu (11) að kveldi og ég er að .... já, einmitt

... Það vantar aðeins eitt (1) til að fullkomna daginn og það er að horfa á myndina sem Spritney Bears leikur í... "Crossroads"

Já... hressleikinn er ávallt í fyrirrúmi

Hagnaðurinn
Það er ógeðslega leiðinlegt að horfa á íslenskt golf ....

Ég er búinn að vera að horfa á Sýn í smá tíma á eitthvað mót og orð lýsa ekki leiðindunum... það er hins vegar ágætt að spila golf...

Hins vegar er gaman að horfa á Baseball.... hehehe...

Ég ætla að fara að grilla kammfílóbagteríu kjúlla... hef reyndar ekki miklar áhyggjur af því... (það er jú gaman að kúka og lesa eitthvað hressandi á meðan) ... heldur var ég meira að velta fyrir mér hvort ég eigi að nota barbekjúsósu eða honnímöstardsósu...

... Meðlæti mun verða laukur .... Haukur laukur sparibaukur, eh ! ... og líka sveppir (flúðasveppir sko) ... og eitthvað annað, nema það sé með lögum bannað...

Hagnaðurinn

Það er laugardagsmorgunn núna...

... og ég ákvað einhverra hluta vegna að vakna rétt rúmlega átta (8). Ég las Morgunblaðið því það var morgunn og kláraði svo að horfa á Apocalypse Now ... hún var ansi löng... en góð og ágætlega hressandi mynd

Fer á æfingu núna á eftir... verðum kannski á Laugardalsvellinum... frábært !!! ... Ég ætla að fara á vespunni góðu á æfingu... á fimmtíu (50) kílómetra (km) hraða ... það er ekki hratt ... svipað og blettatígur kannski .... Baldur Knútsson er einkar kynþokkafullur í blettatígurssloppnum sínum ... hann hleypur ekki á fimmtíu kílómetra hraða; kannski bara 25, eða helming.

Ætla að fara að lesa Dagblaðið... það er morgunblað á laugardögum

Hagnaðurinn

föstudagur, ágúst 09, 2002

Ég spilaði knattspyrnuleik...

... í gær. Hitt liðið vann leikinn. Þeir spiluðu boltanum vel á milli sín. Ég spilaði boltanum ekki vel á milli mín né hinna. Það var eitthvað minna.

Annars er það að frétta að ég keyrði vespu áðan. Systir mín á´ana. Það lá við að ég keyrði á bíl... sem var stopp.... En það bara lá við... það var gott...

Ætla núna að fara að horfa á mynd sem ku vera hundraðníutíuogfimm (195) mínútur að lengd. Þið megið geta hvaða mynd þetta er...

Hagnaðurinn segir ble.

fimmtudagur, ágúst 08, 2002

Er að velta því fyrir mér að fjárfesta í bíl...

Var að velta því fyrir mér hvaða bílar eru góðir ... hverjir eyða litlu ... eru tryggingar ódýrari á einhverjum bílum en öðrum... eitthvað svona bull bara ... ég veit sko ekkert um bíla ... keyra þá bara...

Endilega setjið inn comment ef þið þykist vita eitthvað...

Hagnaðurinn
Fékk þennan tölvupóst áðan ... tel hann vera mikilvægan...

Hérna er smá exerpt úr grein sem ég var að lesa, ég efast ekki um að Hr. Hagnaður sé búinn að lesa þetta líka, en það er enga að síður alltaf gott að láta minna sig á svona hluti.


No one else "makes us angry." We make ourselves angry when
we surrender control of our attitude. What someone else may
have done is irrelevant. We choose, not they. They merely
put our attitude to a test. If we select a volatile attitude
by becoming hostile, angry, jealous or suspicious, then we
have failed the test. If we condemn ourselves by believing
that we are unworthy, then again, we have failed the test.



Ekki vera svo alltaf svona reiðir!

Dr. Porno

Fór í viðtal ...

... í morgun. Þetta var hjá Samlif í sambandi við stöðu tryggingaráðgjafa. Ég held það hafi bara gengið ágætlega. Fæ að vita eftir helgi hvort ég fái stöðuna. Verður maður samt ekki að vera bjartsýnn. Jú Jú.

Hagnaðurinn

miðvikudagur, ágúst 07, 2002

Jújú.

Þá er bara kominn miðvikudagur og því mið vika. Viðtalið hjá Samlíf verður á morgun og menn eru bara að verða nokkuð spenntir. Hef reyndar aldrei áður farið í svona viðtal, og veit því ekki alveg hvernig þetta mun fara fram, en þetta getur ekki verið of flókið fyrir Hagnaðinn.

Ekki er annars mikið um að vera. Ég er enn að skúra á kvöldin og er það ekki mjög hressandi, en það er ágætlega borgað fyrir þetta miðað við tímann sem fer í þetta. Ég er nú einu sinni ekki að gera neitt annað til að gráta hátt fyrir (e. “for crying out loud”).

Ég skutlaði félaga mínum úr Coastal, Hr. Tom Rutter og Jackie kærustu hans út á flugvöll í gær. Þau hlakkaði til að komast til Bandaríkjanna aftur þar sem þeim finnst heldur kalt hér á landi, auk þess sem Tom var í einhverju skítastarfi þar sem níðst var á honum.

Meira er það ekki að sinni.
Hagnaðurinn




Yes Yes

It’s Wednesday now and therefore it’s a reason for a wedding in the middle of the day on the nes. I will have my first job interview tomorrow morning and I’m kind of excited. I have never been to a job interview before so I really don’t have a clue what’s it gonna be like. Like. But it can’t be too complicated… I am Haukur Hagnadur (e. “Profit”) after all.

Apart from this there is not much going on in my life. I’m still cleaning this health place during the evenings… it’s not very fun, but it is well paid… and I can’t really complain because it’s basically all I do for crying out loud.

I drove Tom and Jackie, friends from CCU, to the airport yesterday. They were looking forward to going back to the States. They thought it was cold here… which is probably true I guess… especially after living in Myrtle Beach for a couple of years. Tom also had a shitty job here he said… so that didn’t help either.

This is all for now.
Haukur.

þriðjudagur, ágúst 06, 2002

Halló já.

Verslunarmannahelgin er þá búin. Það dró ekki mikið til tíðindia nei. Hins vegar var tekin tvenna í skemmtanalífinu. Það var ágætlega hressandi. Meira nenni ég ekki að skrifa um þessa helgi verslunarmanna.

Hitt er annað mál að ég er kominn með atvinnuviðtal. Það mun fara fram á fimmtudag klukkan tíu (10) að morgni. Ég ætti að geta vaknað. Þetta viðtal mun vera hjá Samlíf.

Óskið mér góðs gengis.
Það til síðar. Síðar.

fimmtudagur, ágúst 01, 2002

Fréttir !!!

Já, við sigruðum í knattspyrnuleiknum. Það var ákaflega hressandi og þrjú (3) stig í pottinn stóra. Kannski ekki neitt svakalega sannfærandi úrslit, en stigin telja víst. Samt var furðulegt að lesa greinina í Morgunblaðinu í dag. Ég veit ekki alveg á hvaða lyfjum blaðamaðurinn var. Mér dettur fljótlega í hug kannabisefni en það er ekkert öruggt í þessu.

Ekkert nýtt í atvinnumálum svo ég tel það bara vera best í stöðunni að fara að baka kanilsnúða... þeir sem hafa smakkað vita að þeir eru hreint lostæti.

Þá vil ég geta þess að eins og staðan er núna mun síminn minn væntanlega heita Engisprettan eða Anton Björn.

Góðar stundir.