miðvikudagur, ágúst 21, 2002

Er ég að verða eitt af úrhrökum samfélagsins?

... hugsanlega kannski gæti verið. Mér datt í hug fyrr í dag að skrá mig á atvinnuleysisbætur. Þú veist, sníkjudýr... lifa á þeim ríku, láta bæinn sjá fyrir mér. Þvílík lágkúra. Það ætti frekar að ráða mig í þetta starf þarna hjá borginni sem ég var að sækja um. Hagnaðurinn myndi svo taka til ... hreinsa spillinguna, og hirða svo launin sín.... sem hann (Ég) vann mér inn. Mér sýnist ég vera búinn að tala mig sjálfan af þessari hugmynd. Það er kannski öllum fyrir bestu. Nema....

... ég taki þennan pening (sem er nú ekki mikið) og gefi fátækum. Þá erum við komin með fátækur fátækur ... þú veist, mínus mínus verður plús !!! ... og allir verða ánægðir... Heyrðu, er ég alger Ragnar Reykás... mér sýnist ég aftur hafa skipt um skoðun...

... Samt er þetta ekki í anda Hagnaðarins. Þetta er ekki hagnaður. Þetta er meira svona að Enron-ast, WorldCom-ast, já og Tyco-ast. Þetta er ekki sannur hagnaður þrátt fyrir að einhverjir peningar komi inn. Það er ekkert productivity af minni hálfu. "No value to the marketplace" (Jim Rohn quote) !!! ... ég er búinn að snúa sjálfum mér aftur. Ég ætla að sofa á þessu.

Hagnaðurinn