miðvikudagur, ágúst 21, 2002

Já, Hagnaðurinn er enn á lífi...

... og rúmlega það. Ég fór í ansi skemmtilega golfferð í gær. Ég spilaði með Viðari Guðjónssyni á heimavelli hans að Kiðjabergi. Veðrið var ekki gott... rigning frá hlið !!! ... hitinn var ca. 11 gráður á celcius.

... Það sem var öllu skemmtilegra voru úrslitin. Ég hafði gert ráð fyrir að spila á undir fimmtíu (50) höggum á níu (9) holum. Það gekk því miður ekki eftir og má segja að það hafi að hluta til verið veðrinu að kenna. En það var samt ákveðið áður en spil hófst að það væri bannað að kenna veðrinu um lélega spilamennsku !!! ... Ég geri það því ekki.

Ég spilaði á 56 höggum... sex færri en Viðar og fór því með sigur af hólmi.... Hagnaðurinn vinnur alltaf.

... Þetta var í rauninni upphitunarmót fyrir "Fram Open" sem mun fara fram á föstudaginn næstkomandi.

Þar ætla ég líka að vinna... Hagnaðurinn vinnur alltaf