föstudagur, ágúst 30, 2002

Heiðurspistill vikunnar

Páll Snorri Viggósonn er nafn sem fáir kannast við úr viðskiptaheiminum á Íslandi. Vinnuheiti Páls, Porno Paul ( Ice. Klám-Páll), er öllu þekktara og menn frá landi hinnar rísandi sólar og allt til Lundúna þekkja vel til verka Páls. En hver er þessi Páll? Skoðum málið...

Ástæður þess að Páll er ekki þekktur á Íslandi (nema í undirheimunum) er að hann er hugsjónamaður. Í hans huga er íslenski fjármálamarkaðurinn bara kjánalegaur þar sem spilling ræður ríkjum, frekar en kunnátta og þekking. Páll skoðar ekki bara kústaskápinn þegar hann kemur inní höll, heldur skoðar hann hvern krók og kima því það er aldrei að vita hvar tækifæri leynast... það gætu verið í gestaherberginu, hugsanlega í eldhúsinu, eða uppá lofti... “leitið og þér munið finna” eru kjörorð Páls.

Páll veit og gerir sér grein fyrir að Róm var ekki byggð á einum degi. Hann hefur eytt miklu fé í að mennta sig í því sem skiptir máli og tæknilega má halda því fram að aðeins 3% mannkyns hafi þá þekkingu sem hann hefur ... þó vissulega séu það mun færri... það getur bara verið einn Júrí Gagarín !!!

En Páll veit líka... og veit það reyndar betur en flestir aðrir... að skólabókalærdómur er ekki allt sem máli skiptir, heldur eru það frekar undirstöðuatriðin (e. Fundamentals) sem skera úr um hverjir skara framúr. “Eitt epli á dag kemur skapinu í lag” er setning sem Páll notar við mörg tækifæri, og eru það orð að sönnu.

Páll er árrisull með eindæmum, stundvís og skipulagður. Einnig eru fáir sem nota tímann sinn betur en Páll og er tímastjórnun (e. Time management) honum afar mikilvægt... sem er naðusynlegt fyrir mann sem hefur sömu skyldum og hann að gegna.

Já, Páll er ekki eins og fólk er flest. En eitt á hann sameiginlegt með flestum Íslendingum... hann er afar drykkfelldur !!!

Já, þetta er Páll Snorri Viggósson í hnotskurn.

Hagnaðurinn kveður að sinni.

Ps. Ef það er einhver þarna úti sem vill fá heiðurspistil, þá er bara um að gera að senda mér póst á haukurhauks@hotmail.com.