föstudagur, ágúst 30, 2002

Virkni í uppfærslum hefur ekki verið uppá marga fiska að undanförnu...

... Hvað er Hagnaðurinn eiginlega að gera þessa dagana? Lítum á lífið, Líkami fyrir lífið...

Mig langar fyrst að skrifa aðeins um tvær (2) myndbandsspólur sem ég hef horft á undanfarna daga. Önnur var góð en hin var ekki góð. Önnur hét Crossroads og önnur hét High Fidelity... og getiði nú !!!

Sko, ég valdi ekki Crossroads, heldur Harpa, kærastan mín. Hún hélt að hún væri góð, en annað kom í ljós. Þetta var ekki góð mynd. Hvernig var Spritney? Það skiptir eiginlega ekki máli... þó hún hafi vissulega átt Óskarinn skilinn, þá breytir það ekki þeirri staðreynd að þetta var rusl... Crossroads fær 12 stjörnur (*) af 100 mögulegum. Það var fyrir útlit myndarinnar.

High Fidelity var afbragð skemmtun. Ég fór í munnlegt próf út bókinni í fjórða (4) bekk í M.S. og stóð mig með einsdæmum illa... ástæðan var sú að ég hafði ekki lesið bókina. Kannski ég hefði betur gert það. Ég ætla ekkert að fara út í það um hvað myndin er e-ð eitthvað álíka, það má lesa annars staðar. En ég mæli eindregið með henni.