miðvikudagur, ágúst 14, 2002

Mig langar að byrja á að vitna í sjálfan mig ...

"... Ég ætla að vinna ... ég vinn alltaf..." ... Svo reit ég klukkan 1:06 í gær, þ.e. þriðjudag. (Þess má reyndar geta að þessi tilvitnun í sjálfan mig er í rauninni tilvitnun í mann að nafni Kjartan Páll Eyjólfsson, a.k.a. Gamli).

... Já, ég ætlaði að vinna golfið sem fram fór í gær að Kiðjabergi, skammt frá Laugavatni. Þetta var æsispennandi keppni. Lítum á það helsta:

... Fyrst er það skorið: Haukur (113), Viðar (115), og Daði (123).
... Við spiluðum sem sagt níu (9) og níu (9) holu keppnir.
... Á fyrri níu var Viðar með þriggja (3) högga forskot á mig fyrir síðustu holuna... ég spilaði hana á fimm (5), eða skolla, en Viðar spilaði á níu (9), eða eitthvað sem ég kann ekki orð fyrir... Daði spilaði á eitthvað fleiri höggum ... man ekki lengur... Ég vann því með einu (1) höggi
... Einnig vann ég seinni níu holurnar... ég og Viðar vorum jafnir fyrir lokaholuna, en aftur spilaði ég hana á fimm höggum en í þetta skiptið náði Viðar að fara hana á sex (6) höggum... sem sagt... annar sigur í höfn


Ég hef lokið riti mínu í bili