miðvikudagur, ágúst 14, 2002

"Þetta var fáránlegt"

... sagði Daði Guðmundsson að loknu golfmóti gærdagsins. Er hann hér að vitna til herfilegra taktískra mistaka sinna á sautjándu (17.) braut. Hvað fór úrskeiðis? Förum yfir málin...

Jú, áður en leikur hófst var það samþykkt af leikmönnunum þremur (3) að leyfa svokallaða "mulligan" (endurtekið teigskot) einu sinni á hverjar níu (9) holur. Var það hið besta. Daði hafði ekki nýtt sér sinni mulligan-rétt þegar hann sló teighögg sig af sautjánda teig... teighöggið geigaði hrapallega og lá við að það væri svokallað bjórskot (þ.e. að það drifi ekki yfir rauðu teigana). Auk þess var kúlan staðsett í gríðar djúpu grasi svo boltinn var illsláanlegur. Daði ákvað að nýta sér ekki rétt sinn til að mulliganast.

"Þetta var fáránlegt" eru orð að sönnu. Með framferði sínu var Daði í rauninni að segja að teighöggið af átjánda (18) teig yrði verra en þetta af sautjánda (17). Hvað gekk manninum eiginlega til? Svarið hefur enn ekki komið fram.

... Þess má líka til gamans geta að teighögg Daða af átjánda teig var hans besta í gær !!! ... Skondið, ha ?

Gerum lífið skemmtilegra,
Hagnaðurinn