föstudagur, ágúst 23, 2002

Kjánalegi pistill vikunnar

... Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu á undanförnum misserum um framgöngu Sigurrósar-drengjanna í músík. Sitt sýnist hverjum en sýnist þó. Stór orð hafa verið látin falla, til dæmis “Það er aðeins eitt sem Sigurrós gerir betur en aðrar hljómsveitir. Þeir semja betri lög”. Vissulega stór orð hér á ferðinni. Aðrir vilja meina að hér sé bara á ferðinni “gaul, garg, og ekkert nema viðbjóður.” Þetta eru einnig stór orð. Hér er notast við Times New Roman letur, og stærð textans mun vera tólf. Tek ég því ekki afstöðu í málinu því allir eru stafirnir af sömu stærð.

... Annað er öllu áhugaverðara að velta fyrir sér. Það er fíkniefnaneysla drengjanna. Óstaðfestar heimildir herma að drengir þeir sem hér er um rætt noti kannabisefni í töluverðu magni. Talað var um það í fjölmiðlum hér á landi fyrir rúmu ári að drengjunum í Sigurrós hafi borist þakkarbréf frá einum liðsmanna bandarísku hljómsveitarinnar Metalica eftir að þeir fyrrnefndu hafi spilað á tónleikum í San Fransisco. Heyrði ég svo um daginn að Sigurrósar drengirnir hafi vafið kannabisefni inní þetta umrædda bréf og reykt með bestu lyst. Ekki fylgdi sögunni hvort þessi vafningur hafi verið betri en annar.

... Getur verið að Sigurrósar drengirnir lifi ekki í raunveruleikanum? Hér fyrr í dag birtist grein frá heimasíðu drengjanna. Þar kemur fram að næsta plata þeirra mun bera heitið ( ). Hvernig segja menn þetta eiginlega? Verða menn að reykja kannabisefni til að skilja þetta? Einnig kemur þar fram að næsta plata mun vera á tungumáli sem kallast “Vonlenska” (e. Hopelandic). Er þetta eitthvað eiturlyfjatungumál? Ég stend bara á gati. Hvar er Snati?

Hagnaðurinn