laugardagur, mars 31, 2007

Þessi er rosalegur...

mánudagur, mars 26, 2007

Ich bin ein Berliner...

... und ich will nach Deutchland gefaren zu hause heute.

Efnisorð:

fimmtudagur, mars 22, 2007

Berlin...

Jæja, Hagnaðurinn að bregða sér til Berlínar núna á mánudaginn, og verður þar í 5 daga.

Veðurspáin er brilliant eins og er.
15 stiga hiti og sól!!!

Þá er það stóra spurningin: Með hverju mælið þið í Berlín (búðir, veitingastaðir, söfn, etc.) ???

Efnisorð:

Spinal Tap...

Í gær horfði ég á þessa frábæru mynd. Einhverra hluta vegna hafði hún farið framhjá mér.

Einkunn:
8,6/10

Efnisorð:

Hjaltalín...

Hjaltalín hafa verið að gera það gott að undanförnu. Nú er það svo að ég kveiki varla á útvarpinu (X-ið) nema að heyra lagið þeirra, sem heitir held ég "Margt að ugga" eða e-ð álíka. Frábært lag og soldil Arcade Fire lykt af því.

Ég tók fyrst eftir þessi bandi í þætti Jóns Ólafssonar og þar voru þeir helvíti öflugir. Síðar bendi Ox á þá. Allavega, þá eru Hjaltalín nokkuð þéttir og lofa góðu.

*****

Í gær kláraði ég skattaskýrsluna mína. Þökk sé nútímatækni þá tók það ekki nema ca. 5 mínútur.

****

Kobe "ritdeilan" er flutt á heimavöll Sigurjóns. Mér sýnist málaflutningur hans byggja á misskilningi og kannski frekar þeim Kobe sem var til fyrir svona 5 árum. En ég tel að Sigurjón sé skynsamur maður sem muni átta sig á þessu þegar hann fer að kynna sér málið betur.

Efnisorð: , ,

miðvikudagur, mars 21, 2007

Meira af NBA...

Mér sýnist ég vera búinn að finna nýja uppáhalds-síðu.

Þetta fann ég t.d.

Efnisorð:

Kobe...

... hann hefur ekki vott af heillindum eða íþróttamennsku. Eigingirni, hroki, græðgi, öfund og bara flest allir stælarnir sem til eru í bókinni. - Sigurjón

Eitthvað er minn maður samt að gera rétt.

Efnisorð:

sunnudagur, mars 18, 2007

Stóru málin:

Körfubolti.
Kobe Bryant skoraði 65 stig gegn Portland á föstudaginn. Vel gert hjá Kobe, en það verður samt að viðurkennast að Lakers eru ekki að spila sannfærandi bolta þessa dagana. Það er áhyggjuefni. Á þessari síðu er hægt að sjá NBA leiki í fullri lengd, daginn eftir að þeir eru spilaðir. Hér má sjá leik Lakers og Portland. Ég mæli sérstaklega með ákveðnu "playi" eftir rúmar 38 mínútur.

Háskólaboltinn er í fullu swingi þessa dagana, og mínir menn í Duke dottnir út. Það liggur þá beinast við að halda með UCLA. Hægt er að horfa frítt á keppnina í beinni útsendingu á netinu hérna.

Fótbolti.
* Barcelona eru vaknaðir.
* Liverpool svæfðu mig í dag.
* Napolí töpuðu í gær.

Politík.
Hatur mitt á vinstri grænum, og þá sérstaklega Ögmundi, margfaldaðist við þessa frétt. Ég hreinilega trúi ekki að nokkur maður ætli að kjósa þetta yfir sig. Skoðanakannanir segja að hátt í 30% þjóðarinnar hyggist kjósa þetta. Það er Skandall.

Efnisorð: , , ,

miðvikudagur, mars 14, 2007

24


Ég vissi að það myndi koma af því fyrr eða síðar; 24 er farið að þreytast aðeins.

Ekki misskilja, 24 er enn með því allra besta í sjónvarpi (ásamt Entourage, The Office og hugsanlega Prison Break og Dexter), en kröfurnar eru bara háar. Það er bara þannig.

Vandamálið er að það vantar fleiri áhugaverða karaktera sem fá að lifa eitthvað. Nú deyja eiginlega allir strax, nema Bauerinn. Það vantar nýjan Tony. Ég sakna Tony. Helvítis Logan og Graem.

Það vantar líka yfirmann CTU sem er alvöru gæi, svona eins og George Mason var. Bill Buchanon er ekki hálfdrættingur hans. Svo mun náttúrulega enginn feta í fótspor David Palmer, ekki einu sinni Wayne, þrátt fyrir að Wayne sé sæmilegur en hann er aðeins of einhæfur.

Ég gæti haldið lengi áfram.

Niðurstaðan er hins vegar þessi:
Jack Bauer er enn á lífi, hann er persónulegur vinur minn og því horfi ég.
Posted by Picasa

Efnisorð:

Annar í golfkennslu...

Nú mega sumir fara að vara sig! Ég nefni engin nöfn, en það væri skynsamlegt að leggja fyrir svona 5000 kall á mánuði fyrir ferðinni.

Gripið er orðið betra, þéttingsfast en samt mjúkt. Ég kalla þetta fálkagrip.

Sveiflan er eins og pendúll. Rythminn taktfastur og fylgt vel í gegn. Engin upplit og stöðugleikinn minnir á Sjálfstæðisflokkinn. Auk þess er ég kominn með augu arnarins.

Ég heyri í fuglum.

Efnisorð:

mánudagur, mars 12, 2007

Klámumræðan...

Í ljósi klámumræðunnar að undanförnu er skemmtilegt að rifja upp baksíðufrétt Morgunblaðsins frá 23. júlí 2003:

Besta mjólk í heimi

MARGRÉT Hallgrímsdóttir, heimasæta á Miðhúsum í Biskupstungum, stelst til að fá sér ylvolgan mjólkursopa beint úr spena kýrinnar Sæbjargar. Bunan rataði ekki alveg rétta leið heldur skaust í augað sem vakti kátínu Lindu Rósar frænku Margrétar sem var í heimsókn og heldur betur liðtæk við fjósverkin.

Efnisorð:

Golf...

Golfseasonið er að byrja.
Í síðustu viku fór ég í minn fyrsta golftíma; EVER.

Þrátt fyrir ansalegt grip, furðulega stöðu og hröðustu og óstöðugustu sveifluna í vestrinu, já þrátt fyrir það, þá hef ég náð að koma mér niðrí 17 í forgjöf, sem er alveg ok þannig séð. En það má alltaf gera betur, og það á að gera betur. Því fór ég í kennslu.

Ég var ánægður með fyrstu kennslustundina. Ég fór yfir stöðuna með kennaranum og sagði honum hvað ég vildi bæta og hvert markmið sumarsins væri. Markmiðið er skýrt: Vinna Biggington einu sinni í höggleik + að lækka mig um 3 í forgjöf. Mjög raunhæft.

Í kvöld skellti ég mér svo í Bása ásamt nokkrum vinnufélögum og hóf að vinna í mínum málum. Þetta lofar góðu held ég.

GAME ON!

Efnisorð:

sunnudagur, mars 11, 2007

Myndablogg...

Kristín María er byrjuð að reyna að labba með, sem gengur ágætlega. Svo er hún líka að prófa nýja liti, sem er besta mál.


Á dögunum kíktum við á endurnar. Það var nokkuð hressandi.


Hér er svo feðginamynd úr Brekkuselinu, þaðan sem við munum flytja eftir svona 2 vikur.


Að lokum er dæmigerð mynd af henni, hress með eindæmum eins og faðir sinn, og þó sérstaklega yfir því að vera í öðrum lit en bleikum.
Posted by Picasa

Efnisorð:

föstudagur, mars 09, 2007

Íbúðarkaup...

Jæja, Hagnaðurinn og frú undirrituðu kaupsamning í hádeginu í dag, og fengum afhenta lykla að Bjallavaðinu. Nú skuldum við góða slummu í steinsteypu líkt og flestir Íslendingar. Fjármögnunin kemur að mestu leyti frá svissneskum ostagerðarmönnum.

Til að fagna þessum tímamótum hef ég ákveðið að bruna útí sveit og drekka nokkra bjóra. Á morgun hefst hins vegar vinna við parketlögn og fleira.

Efnisorð:

fimmtudagur, mars 08, 2007

Stigbreyting...

þriðjudagur, mars 06, 2007

Meistaradeildin...

Í kvöld horfði ég á Liverpool tapa fyrir Barcelona á heimavelli 0-1, þar sem glókollurinn skoraði ágætt mark. Ósanngjörn úrslit, en sanngjörn niðurstaða í heildina. Þetta var win-win situation sem endaði náttúrulega með win.

Ég fékk ágæta gesta. Þar voru á ferðinni Anti-Liverpoolarar nr. 1 og 2 á Íslandi, þeir Biggington og Bjarni Þór auk þess sem Ólafur Þórisson hagfræðingur lét sjá sig í seinni hálfleik. Heilt yfir voru þeir kumpánar full neikvæðir til að draga að sér leyndarmálið. Betur má ef duga skal.

Svo er bara að vona að Lille og PSV komist áfram á morgun. Það er ekki það að ég sé eitthvað neikvæður gagnvart Manu og Arsenal, heldur er ég bara svona rosalega jákvæður gagnvart Lille og PSV.

Að öðru.
Nú lítur úr fyrir undirritun kaupsamnings á föstudaginn og parketlögn um helgina. Ég mun flytjast ca. 3,6 km í aust-norð-austur úr Brekkuselinu. Þar bíður mín 111 fm2 splunkari. Það eru spennandi tímar framundan.

Efnisorð: ,

mánudagur, mars 05, 2007

Tilfinningaklám....

Þvílíkt sjónvarpsefni þetta x-factor.

Bauer!
Jack Bauer doesn't speak any foreign languages, but he can make any foreigner speak English in a matter of minutes.

Efnisorð:

laugardagur, mars 03, 2007

Slæm íþróttahelgi...

Lakers tapa fyrir Queens 116-108 á heimavelli. Þvílík vörn. Mike Bibby, leikstjórnandi Queens, var með 33/7 (meðaltal 17/5).

Liverpool tapa fyrir United 0-1. Óverðskuldað. Um það geta flestir verið sammála. Dæmi um tölfræði. Skot 15-6. Horn 12-2.

Liverpool boss Rafael Benitez looked stunned by the defeat. He said: 'I would have trouble explaining how we lost that in Spanish; in English I find it almost impossible.

Barcelona tapa fyrir Sevilla á útivelli 2-1. Verðskuldað. Maður leiksins var dómarinn. Besti leikmaður vallarins: Dani Alves. Vá, hrikalega er hann góður.
Napoli eru það jákvæða við helgina. Unnu 3-1 og eru komnir á toppinn.
Hápunktur dagsins: Heimatilbúin pizza í hádeginu með pepp, svepp og lauk.

Efnisorð: ,

föstudagur, mars 02, 2007

Askur - lækkun virðisaukaskatts?

Í gærkvöldi fór ég á veitingastaðinn Ask við Suðurlandsbraut ásamt nokkrum vinum. Þangað hef ég ekki vanið komur mínar, og þekki staðinn lítið.

Félagi minn þekkir staðinn hins vegar betur, og talaði um að matseðilinn væri sá sami og fyrir lækkun skattarins.

Ég spurði því þjóninn e-ð á þessa leið:
"Mun verðið lækka hjá ykkur útaf lækkun virðisaukaskatts?"

Þjónninn: "Þið munuð borga minni virðisaukaskatt til ríkisins."

Ég: "Þið munuð sem sagt bara græða meira?"

Þjónninn: "Já".

Ég kann að meta heiðarleg svör. Ég er líka á því að einstaklingar séu betri í að ráðstafa peningum heldur en ríkið. En þetta er á vafasömu svæði hjá Aski. Púúúú.

Askur -- Viðskiptabann!

Efnisorð:

fimmtudagur, mars 01, 2007

Lækkun virðisaukaskatts?

Í dag fór ég á veitingastaðinn Viktor í Hafnarstræti. Ég er búinn að vera með viðskiptaþvinganir þar í töluverðan tíma, en gaf honum séns í dag í ljósri slæmra kosta í mötuneyti og þá staðreynd að í dag er bjórdagurinn.

Ég er með starfsmannaafslátt á Viktor, flestir réttir + gos/bjór á 1000/1200. Fínn díll.

Í ljósi lækkana á virðisaukaskatti mátti búast við ca. 6% lækkun, eða um 940 kr í stað 1000.

Nei, Viktor ákvað að koma á óvart og í stað 940 kr, þá hækkar verðið í 11oo kr.

Fín kjúklingasamloka en það dugar ekki til. Viktor, velkominn í hópinn.

Viðskiptabann!!!

Efnisorð: