Íbúðarkaup...
Jæja, Hagnaðurinn og frú undirrituðu kaupsamning í hádeginu í dag, og fengum afhenta lykla að Bjallavaðinu. Nú skuldum við góða slummu í steinsteypu líkt og flestir Íslendingar. Fjármögnunin kemur að mestu leyti frá svissneskum ostagerðarmönnum.
Til að fagna þessum tímamótum hef ég ákveðið að bruna útí sveit og drekka nokkra bjóra. Á morgun hefst hins vegar vinna við parketlögn og fleira.
Til að fagna þessum tímamótum hef ég ákveðið að bruna útí sveit og drekka nokkra bjóra. Á morgun hefst hins vegar vinna við parketlögn og fleira.
Efnisorð: Daglegt líf
<< Home