þriðjudagur, mars 06, 2007

Meistaradeildin...

Í kvöld horfði ég á Liverpool tapa fyrir Barcelona á heimavelli 0-1, þar sem glókollurinn skoraði ágætt mark. Ósanngjörn úrslit, en sanngjörn niðurstaða í heildina. Þetta var win-win situation sem endaði náttúrulega með win.

Ég fékk ágæta gesta. Þar voru á ferðinni Anti-Liverpoolarar nr. 1 og 2 á Íslandi, þeir Biggington og Bjarni Þór auk þess sem Ólafur Þórisson hagfræðingur lét sjá sig í seinni hálfleik. Heilt yfir voru þeir kumpánar full neikvæðir til að draga að sér leyndarmálið. Betur má ef duga skal.

Svo er bara að vona að Lille og PSV komist áfram á morgun. Það er ekki það að ég sé eitthvað neikvæður gagnvart Manu og Arsenal, heldur er ég bara svona rosalega jákvæður gagnvart Lille og PSV.

Að öðru.
Nú lítur úr fyrir undirritun kaupsamnings á föstudaginn og parketlögn um helgina. Ég mun flytjast ca. 3,6 km í aust-norð-austur úr Brekkuselinu. Þar bíður mín 111 fm2 splunkari. Það eru spennandi tímar framundan.

Efnisorð: ,