miðvikudagur, mars 14, 2007

24


Ég vissi að það myndi koma af því fyrr eða síðar; 24 er farið að þreytast aðeins.

Ekki misskilja, 24 er enn með því allra besta í sjónvarpi (ásamt Entourage, The Office og hugsanlega Prison Break og Dexter), en kröfurnar eru bara háar. Það er bara þannig.

Vandamálið er að það vantar fleiri áhugaverða karaktera sem fá að lifa eitthvað. Nú deyja eiginlega allir strax, nema Bauerinn. Það vantar nýjan Tony. Ég sakna Tony. Helvítis Logan og Graem.

Það vantar líka yfirmann CTU sem er alvöru gæi, svona eins og George Mason var. Bill Buchanon er ekki hálfdrættingur hans. Svo mun náttúrulega enginn feta í fótspor David Palmer, ekki einu sinni Wayne, þrátt fyrir að Wayne sé sæmilegur en hann er aðeins of einhæfur.

Ég gæti haldið lengi áfram.

Niðurstaðan er hins vegar þessi:
Jack Bauer er enn á lífi, hann er persónulegur vinur minn og því horfi ég.
Posted by Picasa

Efnisorð: