fimmtudagur, mars 01, 2007

Lækkun virðisaukaskatts?

Í dag fór ég á veitingastaðinn Viktor í Hafnarstræti. Ég er búinn að vera með viðskiptaþvinganir þar í töluverðan tíma, en gaf honum séns í dag í ljósri slæmra kosta í mötuneyti og þá staðreynd að í dag er bjórdagurinn.

Ég er með starfsmannaafslátt á Viktor, flestir réttir + gos/bjór á 1000/1200. Fínn díll.

Í ljósi lækkana á virðisaukaskatti mátti búast við ca. 6% lækkun, eða um 940 kr í stað 1000.

Nei, Viktor ákvað að koma á óvart og í stað 940 kr, þá hækkar verðið í 11oo kr.

Fín kjúklingasamloka en það dugar ekki til. Viktor, velkominn í hópinn.

Viðskiptabann!!!

Efnisorð: