mánudagur, júlí 31, 2006

Sigurrós á Miklatúni - 30.7.2006

Hvað getur maður sagt eftir svona veislu?

1. Takk...
2. Glósóli
3. Ný Batterí
4. Vaka
5. Sæglópur
6. Njósnavélin
7. Hoppípolla
8. Með Blóðnasir
9. Olsen Olsen
10. Viðrar vel til Loftárása
11. Sé Lest
12. Svefn-g-Englar
13. Svo Hljótt
14. Heysátan
---------------
15. Hafsól
16. Smáskífa
---------------
17. Popplagið

Hápunktar:
1. Popplagið. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar ég heyrði Popplagið fyrst. Það var í hálftómri Laugardalshöllinni, 3.júní 2001. Ég sat ofarlega í stúkunni ásamt Bjarna Þór og Andra Fannari. Síðan þá hef ég nokkrum sinnum séð það live, og aldrei hefur það verið flottara en í kvöld.
2. Viðrar Vel til Loftárása. Fullkomið lag. Einnig kom þögnin í miðju laginu nokkuð vel út, og aðeins fáeinir byrjuðu að klappa.
3. Hafsól. Gífurlega gott lag. "Þetta er bara rokk og ról."

Lágpunktur:
Fólk sem mætti til að gera eitthvað annað en að fara á tónleika.

Spá:
Ég spái því að þetta hafi verið í síðasta sinn sem ég sé Sigurrós spila. Ég spái því að hljómsveitin muni hætta eftir tónleikana í Ásbyrgi næstkomandi föstudag.

Áfram Sigurrós!

föstudagur, júlí 28, 2006

Belle...

Þetta voru flottir tónleikar.

Emilíana hitaði upp og var e-ð að Emilíanast. Ekkert svakalega spes. Tók að vísu 2 ný lög sem voru bæði góð.

Belle & Sebastian voru hressir og skemmtilegir. Framúrskarandi listamenn.

Nasa heldur áfram að vera ömurlegur tónleikastaður. Alltof mikið af fólki, alltof heitt, vond lykt, hávaði, viðbjóður.

Niðurstaða:
Frábær byrjun á stórfenglegri helgi, sem mun ná hámarki þegar Sigurrós spila besta lag allra tíma, Popplagið, á Miklatúni á sunnudaginn. Vá hvað ég hlakka til.

Viðauki:
Ég minni á að getraunin er í fullum gangi.

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Bensínverð...

"Bandaríski olíurisinn Exxon Mobil, stærsta fyrirtæki heims að markaðsvirði, hagnaðist um 10,4 ma.USD á öðrum ársfjórðungi..."

Setjum þetta í samhengi:
  • Þetta gerir 760.000.000.000 kr. (760 þús ma.)
  • Það jafngildir 8.400.000.000 kr. á dag (8,4 ma.)
  • Sem gefur hagnað uppá 351 mkr á hverja klukkustund.
Þetta er sko hagnaður.

Tónleikar...

Í kvöld ætla ég á Nasa að sjá Emilíönu Torrini og Belle & Sebastian.

Tilhlökkun:
8/10

Hver er maðurinn?

Í hádeginu í dag skrapp ég aðeins heim. Rétt áður en ég kem að Aktu Taktu svínar jeppi fyrir mig með svívirðilegum hætti.

Ég næ að víkja mér undan og flauta svo á hann, hátt og snjallt.

Tekur ökumaðurinn sig þá til og byrjar að bremsa ótt og títt, svona til að ögra mér. Skömmu síðar fer hann yfir á hægri akrein og hægir á sér.

Ég renni mér framúr jeppanum og gaf ökumanninum look-ið.
Þegar ég sá kvikindið hugsaði ég með mér: "Þetta er nú meiri helvítis hálvitinn".

Getraun:
Hver er hálvitinn?

Vísbending = maðurinn er hálviti.

Þossi...

Þessa dagana hlusta ég á Þossa á leiðinni í vinnuna á morgnana. Hann hefur þægilega flauelsrödd og veit hvað hann er að tala um. Svo spilar hann líka skemmtilega tónlist. Auk þess er hann rauðhærður.

Í morgun spilaði hann hið frábæra Wake Up með Arcade Fire. Hressandi lag í morgunsárið.

Síðan spilaði hann nýtt lag með Sonic Youth og bætti við að "þessi plata er vel þess virði að downloada, og svo getur maður keypt hana ef manni finnst hún góð".

Athyglisverð ummæli hjá útvarpsmanni.

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Grafinn lifandi...

Í gærkvöldi horfði ég á CSI, eins og ég geri stundum.

Að þessu sinni horfði ég á tvöfaldan þátt, Grave Danger, en Quentin Tarantino, fremsti leikstjóri samtímans, skrifaði og leikstýrði þessum þætti.

Frábær þáttur, og Tarantino í smá Kill Bill fíling; köntrí, blóð, viðbjóður og fólk grafið lifandi.

Heillandi helvíti.

föstudagur, júlí 21, 2006

Framundan í næstu viku...

Fimmtudagur: Belle & Sebastian á Nösu.

Föstudagur: Sigurrós við bæinn Háls í Öxnadal, en þar er m.a. veitingastaðurinn Halastjarnan. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og lýkur um miðnætti. Frítt er á tónleikana. Þetta hlýtur aðeins að þýða eitt: ROAD-TRIP.

Laugardagur: Second Annual Clint Invitational Golf Tournament. Það er til mikils að vinna.

Sunnudagur: Sigurrós á Miklatúni. "Mikið verður lagt í þá tónleika... enda er áætlunin að umgjörð þeirra verði svo glæsileg að ekki hafi annað eins sést í Reykjavík" (Morgunblaðið í dag, bls. 53). Aha. Ég verð á svæðinu.

Góðir lesendur. Það er veisla framundan.

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Læknamál og Rockstar...

Í morgun fór ég í segulómskoðun. Þetta var bara eins og að fara í klippingu, og ég las mér til um golfkylfur í Golf Digest tímaritinu áður en ég sofnaði. Á morgun fæ ég vonandi niðurstöðu úr þessari skoðun. Loksins loksins. Þetta er búið að taka soldinn tíma og pening:

1) Bráðamóttaka + röntgen = 4.000 kr
2) Heimsókn til Svölu = 0 kr.
3) Heimsókn til sjúkraþjálfara = 2.000 kr
4) Heimsókn til læknis = 4.000 kr
5) Segulómskoðun = 10.000 kr.
== 3 vikur.
== 20.000 kr.

Ég veit það ekki, en mátti ekki kötta á e-ð af þessu? En það er eitt í þessu... nú er ég búinn að eyða það miklu í lækniskostnað á einu almanaksári að ég á rétt á afsláttakorti, sem er gott.

*************

Magni er að syngja í Rockstar Supernova. Ég er búinn að fylgjast lítillega með þessu, aðallega á netinu, og hann virðist bara vera að standa sig nokkuð vel. Samkeppnin er reyndar ekkert rosaleg. Það sem hins vegar stendur uppúr er Brooke Burke. Hún er highlight hvers þáttar.

Kveðja,
Hagnaðurinn

sunnudagur, júlí 16, 2006

Brúðkaup...

Óli og Camilla gengu í hjónaband í gær. Hagnaðurinn óskar þeim innilega til hamingju með það. Flott athöfn og skemmtileg veisla. Takk fyrir mig.

***************

Hjólið og golfsettið voru lögð á hilluna (bílskúrinn) í dag, í óskilgreindan tíma. Fótboltaskórnir verða að öllum líkindum settir á hilluna fyrir fullt og allt innan tíðar.

***************

Í dag viðraði vel til loftárása, og samkvæmt veðurspám á að vera gott veður í vikunni. Vonum að það rætist.

***************

Nýlega horfði á á tvær bíómyndir.
Fyrst horfði ég á Running Scared. Þetta er mjög góð mynd. Væntingar voru litlar, en útkoman mjög jákvæð. Mæli með henni. Yfirvigt.

Því næst horfði ég á Inside Man. Það voru nokkuð háar væntingar, og stóðst myndin ekki þær væntingar. Samt ágæt ræma. Markaðsvigt.

föstudagur, júlí 14, 2006

Gefum honum von, oh oh oh....

Í dag fór ég í heimsókn til eins færasta læknis landsins, að því er fróðir menn segja. Hann kíkti á hnéð.

Fyrst smá upprifjun (frá því á miðvikudag):
Niðurstaða þreifinga:Líklega er fremra krossband slitið, auk þess sem innra liðband hefur orðið fyrir 2.gráðu tognun. Lesist: Versta mögulega niðurstaða.

Læknirinn sagði hins vegar:
Liðband pottþétt rifið, og krossband gæti hafa sloppið.

Nú er ég nokkuð viss um að liðbandið hafi ekki rifnað á þessum 2 dögum, og ekki gréri krossbandið saman, svo þetta er hið undarlegasta mál.

Segulómskoðun á miðvikudaginn mun svo skera úr um hvort þeirra hafi rétt fyrir sér; sjúkraþjálfarinn eða læknirinn.

Ég tippa á lækninn.

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Tónleikar...

* Tvær vikur í Belle & Sebastian.

* 17 dagar í Sigurrós á Miklatúni. Auk þess er farin vinna í gang að tracka tónleikaferð þeirra um landið. Það hlýtur að vera almennur áhugi fyrir dagsferð eitthvert útá land, er það ekki?

* Rúmir 4 mánuðir í Sufjan Stevens í Fríkirkjunni. Hópferð ef við fáum miða?

* Núna vantar bara að Arcade Fire og Bright Eyes mæti, og þá verður þetta fullkomið tónleikaár.

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Myndir, ásamt texta.

Feðginin komin í Lakers-gallann. Loksins loksins.
Rosalega var hún ánægð með þetta.


Ekki versnar það. Kristín María komin í Sigurrósar-samfelluna (já, ég keypti svoleiðis). Ég kominn í nýja Barcelona-búninginn. Hann er gífurlega flottur, með 24 á bakinu (A. Iniesta).


 Posted by Picasa

Slæmar fréttir...

Fór til Sólveigar í dag í Orkuhúsið. Hún er sjúkraþjálfari; sérfræðingur í hnjám.

Hún þreifaði hnénu, þar sem ég lá eins og skata, klæddur í svarta sokka, nærbuxur, í skyrtu og með bindi. Mjög furðulegt.

Niðurstaða þreifinga:
Líklega er fremra krossband slitið, auk þess sem innra liðband hefur orðið fyrir 2.gráðu tognun. Lesist: Versta mögulega niðurstaða.

Ég: Hvað erum við að tala um að ég verði frá íþróttum í langan tíma?
Hún: Ferlið tekur svona 1 ár.

Ég ég væri teiknimyndapersóna, þá hefði neðri kjálkinn á mér dottið niðrá gólf.

sunnudagur, júlí 09, 2006

Wayne's World...

Ég var að klára að horfa á bestu gamanmynd allra tíma, Wayne's World, en hún er frá árinu 1992.

Þegar ég var yngri þá var þetta uppáhaldsmyndin mín. Núna þegar ég horfði á hana aftur, líklega í fyrsta sinn í svona 10 ár, þá er alveg ótrúlegt að maður man enn eiginlega allt sem er sagt í myndinni.

Benjamin Kane: So Garth, what do you think so far?
Garth Algar: It's like a new pair of underwear. At first it's constrictive, but after a while it becomes a part of you.

Ég man líka vel eftir Tiu Carrere. Þvílík skutla sem hún var (er). Hún mætti sjást oftar í bíó.

Cassandra: I don't believe I've ever had French champagne before...
Benjamin Kane: Oh, actually all champagne is French, it's named after the region. Otherwise it's sparkling white wine. Americans of course don't recognize the convention, so it becomes that thing of calling all of their sparkling white "champagne", even though by definition they're not.
Wayne Campbell: Ah yes, it's a lot like "Star Trek: The Next Generation". In many ways it's superior but will never be as recognized as the original.

föstudagur, júlí 07, 2006

Meiðsla-saga...

Jæja þá.

Ég fór til eins virtasta sjúkraþjálfara landsins í dag og fékk svona góðar/slæmar fréttir í bland.

Góðu fréttirnar fyrst:
Þetta hefði geta farið mun verr. Kannski er ég ekki svo illa meiddur. Vonandi kemst ég í myndatöku í næstu viku til að sjá hvað er tognað/rifið/marið.

Slæmu fréttirnar:
"Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá ert þú ekki að fara að spila golf eftir mánuð". Það þýðir líka að ég er ekki að fara að spila fótbolta, körfubolta, tennis, stunda hjólreiðar, né nokkuð annað sem virkilega gaman er að gera. Fakk.

Baldur, á ég ekki bara að taka við sem mótsstjóri á Clint mótinu?

Kveðja,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Framundan (uppfært)...

7. júlí: Heimsókn í Orkuhúsið.
Spá (von): Rifið liðband.

9. júlí: Úrslitaleikur HM.
Spá: 0-0, vító.
Ítalar vinna. Buffon MVP. Pirlo er samt bestur.

15. júlí: Brúðkaup Óla og Camillu.
Spá: Já og Já.

27. júlí: Belle & Sebastian + Emiliana Torrini á Nasa.
Spá: Eintóm gleði.

29. júlí: Clint Invitational.
Spá: Sigurvegarar síðasta árs (Andrés og Freyr) ná ekki að verja titilinn.

30. júlí: Sigurrós á Miklatúni.
Spá: Þjóðhátíð í Reykjavík. 20 þús manns. Heiðskírt og 15 stiga hiti.

4. ágúst: Brottför í 2 vikna ferð til Florida.
Spá: Skemmtun. Golf. Hallarekstur. Bruni. Át.

Sumarbústaður-sumarfrí...

Nokkuð hressileg bústaðarferð að baki. Það voru kannski ekki unnin mikil þrekvirki, en þetta var helst:

* Fengum nokkra gesti, unga sem aldna. Héldum m.a. eina afmælisveislu.

* Sá nokkra leiki í Þrastarlundi.

* Kíktum á Þingvelli og tókum stuttan hring.

* Spilaði pool af krafti.

* Spilaði smá minigolf.

* Fór útá Álftavatn á bát.

* Spilaði Fússsball.

* Brenndi mig á bringunni.

* Grillaði mikið; borgara, kjúkling, kjöt, fisk, annað.

* Slappaði af í pottinum.

* Fór í heimsókn á Selfoss.

... og sjálfsagt margt fleira.

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Molar...

Gaman að sjá Del Piero skora í gær. Það er alltaf verið að hrauna yfir hann og kalla hann "choker" á stórmótum. Í gær skoraði hann frábært mark, og fagnaði vel og lengi.

Í dag eru 6 dagar síðan ég meiddi mig. Núna er ég svona gul-grænn frá hné niðrá ökkla. Verkurinn er enn nokkur. Þetta er meira en bara mar; ég finn það. Ekkert golf á Florida? Nei, andskotinnnnnn.

Það er búið að rigna rosalega í sumarbústaðnum. Hér er grænt og gróðursælt.

Áfram Frakkar.

sunnudagur, júlí 02, 2006

HM-molar...

Gott að England séu dottnir út. Samt leiðinlegt hvernig það gerðist. Ég hefði ekki einu sinni gefið Rooney gult spjald fyrir þetta meinta brot.

Brassarnir dottnir út. Sanngjarnt. Það vantaði e-ð í þetta lið. Rivaldo hugsanlega.

Ég spái Þýskalandi sigri á mótinu. Vinna Frakka í úrslitum 2-1.

Hvernig er það annars; er einhver skemmtilegur leikmaður enn að spila á mótinu, eða er bara fyrirsjáanlegt leiðinlegt varnarskipulag?

**************

Hnéð er orðið fallega blátt. Bólgan er gífurleg og verkurinn nokkur. Lítur hreint ekki vel út.