Sigurrós á Miklatúni - 30.7.2006
1. Takk...
2. Glósóli
3. Ný Batterí
4. Vaka
5. Sæglópur
6. Njósnavélin
7. Hoppípolla
8. Með Blóðnasir
9. Olsen Olsen
10. Viðrar vel til Loftárása
11. Sé Lest
12. Svefn-g-Englar
13. Svo Hljótt
14. Heysátan
---------------
15. Hafsól
16. Smáskífa
---------------
17. Popplagið
Hápunktar:
1. Popplagið. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar ég heyrði Popplagið fyrst. Það var í hálftómri Laugardalshöllinni, 3.júní 2001. Ég sat ofarlega í stúkunni ásamt Bjarna Þór og Andra Fannari. Síðan þá hef ég nokkrum sinnum séð það live, og aldrei hefur það verið flottara en í kvöld.
2. Viðrar Vel til Loftárása. Fullkomið lag. Einnig kom þögnin í miðju laginu nokkuð vel út, og aðeins fáeinir byrjuðu að klappa.
3. Hafsól. Gífurlega gott lag. "Þetta er bara rokk og ról."
Lágpunktur:
Fólk sem mætti til að gera eitthvað annað en að fara á tónleika.
Spá:
Ég spái því að þetta hafi verið í síðasta sinn sem ég sé Sigurrós spila. Ég spái því að hljómsveitin muni hætta eftir tónleikana í Ásbyrgi næstkomandi föstudag.
Áfram Sigurrós!