fimmtudagur, júlí 27, 2006

Þossi...

Þessa dagana hlusta ég á Þossa á leiðinni í vinnuna á morgnana. Hann hefur þægilega flauelsrödd og veit hvað hann er að tala um. Svo spilar hann líka skemmtilega tónlist. Auk þess er hann rauðhærður.

Í morgun spilaði hann hið frábæra Wake Up með Arcade Fire. Hressandi lag í morgunsárið.

Síðan spilaði hann nýtt lag með Sonic Youth og bætti við að "þessi plata er vel þess virði að downloada, og svo getur maður keypt hana ef manni finnst hún góð".

Athyglisverð ummæli hjá útvarpsmanni.