miðvikudagur, júlí 19, 2006

Læknamál og Rockstar...

Í morgun fór ég í segulómskoðun. Þetta var bara eins og að fara í klippingu, og ég las mér til um golfkylfur í Golf Digest tímaritinu áður en ég sofnaði. Á morgun fæ ég vonandi niðurstöðu úr þessari skoðun. Loksins loksins. Þetta er búið að taka soldinn tíma og pening:

1) Bráðamóttaka + röntgen = 4.000 kr
2) Heimsókn til Svölu = 0 kr.
3) Heimsókn til sjúkraþjálfara = 2.000 kr
4) Heimsókn til læknis = 4.000 kr
5) Segulómskoðun = 10.000 kr.
== 3 vikur.
== 20.000 kr.

Ég veit það ekki, en mátti ekki kötta á e-ð af þessu? En það er eitt í þessu... nú er ég búinn að eyða það miklu í lækniskostnað á einu almanaksári að ég á rétt á afsláttakorti, sem er gott.

*************

Magni er að syngja í Rockstar Supernova. Ég er búinn að fylgjast lítillega með þessu, aðallega á netinu, og hann virðist bara vera að standa sig nokkuð vel. Samkeppnin er reyndar ekkert rosaleg. Það sem hins vegar stendur uppúr er Brooke Burke. Hún er highlight hvers þáttar.

Kveðja,
Hagnaðurinn