föstudagur, júlí 28, 2006

Belle...

Þetta voru flottir tónleikar.

Emilíana hitaði upp og var e-ð að Emilíanast. Ekkert svakalega spes. Tók að vísu 2 ný lög sem voru bæði góð.

Belle & Sebastian voru hressir og skemmtilegir. Framúrskarandi listamenn.

Nasa heldur áfram að vera ömurlegur tónleikastaður. Alltof mikið af fólki, alltof heitt, vond lykt, hávaði, viðbjóður.

Niðurstaða:
Frábær byrjun á stórfenglegri helgi, sem mun ná hámarki þegar Sigurrós spila besta lag allra tíma, Popplagið, á Miklatúni á sunnudaginn. Vá hvað ég hlakka til.

Viðauki:
Ég minni á að getraunin er í fullum gangi.