föstudagur, júlí 07, 2006

Meiðsla-saga...

Jæja þá.

Ég fór til eins virtasta sjúkraþjálfara landsins í dag og fékk svona góðar/slæmar fréttir í bland.

Góðu fréttirnar fyrst:
Þetta hefði geta farið mun verr. Kannski er ég ekki svo illa meiddur. Vonandi kemst ég í myndatöku í næstu viku til að sjá hvað er tognað/rifið/marið.

Slæmu fréttirnar:
"Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá ert þú ekki að fara að spila golf eftir mánuð". Það þýðir líka að ég er ekki að fara að spila fótbolta, körfubolta, tennis, stunda hjólreiðar, né nokkuð annað sem virkilega gaman er að gera. Fakk.

Baldur, á ég ekki bara að taka við sem mótsstjóri á Clint mótinu?

Kveðja,
Hagnaðurinn