föstudagur, júlí 14, 2006

Gefum honum von, oh oh oh....

Í dag fór ég í heimsókn til eins færasta læknis landsins, að því er fróðir menn segja. Hann kíkti á hnéð.

Fyrst smá upprifjun (frá því á miðvikudag):
Niðurstaða þreifinga:Líklega er fremra krossband slitið, auk þess sem innra liðband hefur orðið fyrir 2.gráðu tognun. Lesist: Versta mögulega niðurstaða.

Læknirinn sagði hins vegar:
Liðband pottþétt rifið, og krossband gæti hafa sloppið.

Nú er ég nokkuð viss um að liðbandið hafi ekki rifnað á þessum 2 dögum, og ekki gréri krossbandið saman, svo þetta er hið undarlegasta mál.

Segulómskoðun á miðvikudaginn mun svo skera úr um hvort þeirra hafi rétt fyrir sér; sjúkraþjálfarinn eða læknirinn.

Ég tippa á lækninn.