miðvikudagur, júlí 12, 2006

Slæmar fréttir...

Fór til Sólveigar í dag í Orkuhúsið. Hún er sjúkraþjálfari; sérfræðingur í hnjám.

Hún þreifaði hnénu, þar sem ég lá eins og skata, klæddur í svarta sokka, nærbuxur, í skyrtu og með bindi. Mjög furðulegt.

Niðurstaða þreifinga:
Líklega er fremra krossband slitið, auk þess sem innra liðband hefur orðið fyrir 2.gráðu tognun. Lesist: Versta mögulega niðurstaða.

Ég: Hvað erum við að tala um að ég verði frá íþróttum í langan tíma?
Hún: Ferlið tekur svona 1 ár.

Ég ég væri teiknimyndapersóna, þá hefði neðri kjálkinn á mér dottið niðrá gólf.