miðvikudagur, júlí 26, 2006

Grafinn lifandi...

Í gærkvöldi horfði ég á CSI, eins og ég geri stundum.

Að þessu sinni horfði ég á tvöfaldan þátt, Grave Danger, en Quentin Tarantino, fremsti leikstjóri samtímans, skrifaði og leikstýrði þessum þætti.

Frábær þáttur, og Tarantino í smá Kill Bill fíling; köntrí, blóð, viðbjóður og fólk grafið lifandi.

Heillandi helvíti.