föstudagur, apríl 28, 2006
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Kobe - 24?
Ýmsar getgátur eru uppi um ástæður skiptanna:
a. He thinks himself one step ahead of Micheal Jordan, so he is adding one to the number 23.
b. I think Kobe is switching to the number 24 to get back to Number 1 again in NBA jersey sales.
c. I think it is obvious that Kobe was intimidated (as most Americans are) by Jack Bauer (of the TV show "24") and forced to switch.
d. He's changing his number to 24 because he is the successor to Jordan ... Lebron will change his number to 25 because he will succeed Kobe, ect.
Ég veit það ekki...
Sjálfur spilaði ég númer 24 í Fram, ég spila númer 24 í TLC, Iniesta (ég) er númer 24, og svo er ég auðvitað svolítill Jack Bauer...
Tilviljun?
miðvikudagur, apríl 26, 2006
Skírn...
Ekki er enn búið að útiloka nafnið Sigurrós Hafsól.
Kveðja,
Hagnaðurinn
Úr Draumalandinu...
Þetta er frábær bók, og ég er alveg að verða búinn.
mánudagur, apríl 24, 2006
sunnudagur, apríl 23, 2006
Lakers - Suns
Leikurinn verður sýndur á Sýn klukkan 22:00 í óbeinni dagskrá.
Spekingar vestanhafs er að spá því að Lakers gætu komið á óvart og slegið út Suns. Hagnaðurinn er einnig bjartsýnn fyrir hönd sinna manna, enda eru Lakers með langbesta leikmann deildarinnar (Kobe), auk þess að vera með efnilegasta leikmann deildarinnar (K. Brown).
Spá:
Lakers tapa leiknum í kvöld með 12 stiga mun, þrátt fyrir 46 stig frá Kobe. Hins vegar vinnur Lakers seríuna 4-2.
Áfram Lakers!
föstudagur, apríl 21, 2006
Draumadís...
Orðatiltækið hefur núna fengið raunverulega merkingu (sjá mynd). Litla elskan okkar skeit uppá bak í gær. Ég var hins vegar fjarri góðu gamni þegar herlegheitin voru fjarlægð.
Kveðja,
Hagnaðurinn
Draumalandið...
Mig langar að þakka Íslandsbanka fyrir að gefa mér 1000 kr bókaávísun, og með hana að vopni kostaði bókin mig 2000 kr. (Reyndar var fullt verð 2990 kr, og maður þurfi að eyða að minnsta kosti 3000 kr, en lítið 50 kr póstkort fleytti mér yfir lágmarkið).
"Tvö þúsund krónur er ekki neitt fyrir svona góða bók" sagði búðarkonan.
"Er þetta ekki bara áróður?" spurði ég á móti.
Ætli ég sé ekki bara hræddur einstaklingur, eins og gefið er til kynna í undirtitli.
Jæja, ég er búinn að lesa fyrstu blaðsíðurnar, og þetta virðist fróðlegt og vonandi skemmtilegt. Sjáum hvað setur.
Að lokum þetta:
Púúúúúú á Framsóknarflokkinn.
miðvikudagur, apríl 19, 2006
Fyrirmyndarfaðir (e. The Bill Cosby Show)...
Dreif mig svo út að hlaupa, setti í eina þvottavél, vaskaði upp, fór í bónus og bakaði 32 kanelsnúða. Það er sko ekkert frí að vera í fæðingarorlofi.
Við lögðum okkur svo feðginin áðan í klukkutíma, alveg búin á því.
Kveðja,
Hagnaðurinn
þriðjudagur, apríl 18, 2006
mánudagur, apríl 17, 2006
sunnudagur, apríl 16, 2006
Nokkrar myndir í viðbót...
Það er búið að vera svolítill gestagangur, sem við þurfum að reyna að halda í lágmarki næstu dagana, enda er Harpa nokkuð þreytt ennþá.
En hér eru fleiri myndir. Það er hægt að fá stærri útgáfu með því að smella á myndina.
Nýkomin úr baði...
laugardagur, apríl 15, 2006
Lítil skvísa er fædd...
Hagnaðurinn er að sjálfsögðu einstaklega stoltur á þessum tímamótum, og þetta er án nokkurs vafa stærsta augnablik míns lífs. Það er erfitt að reyna að lýsa þessu eða útskýra, og þetta er bara e-ð sem menn þurfa að upplifa. Alveg magnað!
Þetta voru lengstu og skemmtilegustu, og mest intense 24 klst af þeim rúmu 27 árum sem ég hef lifað. Ég veit, þetta er Jack Bauer-legt.
Kveðja,
Hagnaðurinn
föstudagur, apríl 14, 2006
Föstudagurinn langi...
Klukkan 00:07 vorum við Harpa mætt uppá Fæðingardeild Landspítalans, og Harpa með nokkuð mikla verki með reglulegu millibili.
Núna 10 tímum seinna erum við hins vegar aftur komin heim, verkirnir farnir að minnka og bilið farið að lengjast.
Hún virðist því ætla að verða eins og mamma sín; aðeins á eftir áætlun!
Kveðja,
Hagnaðurinn
fimmtudagur, apríl 13, 2006
Skvísan...
Það stefnir í að kennitalan hennar byrji á 140406.
Kveðja,
Hagnaðurinn
miðvikudagur, apríl 12, 2006
Golf-seasonið...
Ég hef engu gleymt:
Gripið er enn jafn vitlaust.
Líkamsstaðan er röng.
Kylfurnar eru slæmar.
En höggin, þau eru enn nokkuð bein og semi-löng, með einstaka slæsi inn á milli.
Á morgun er svo pælingin að prófa 'alvöru' völl þegar ég mun heimsækja litla völlinn á Korpu.
Ég á svo von á því að toppa um miðjan ágúst, á iðagrænum velli í Florida.
Hauger
þriðjudagur, apríl 11, 2006
Meistari Sufjan...
Hér tekur hann sína útgáfu af þjóðsöngi Bandaríkjanna, Star Spangled Banner.
Sigga Beinteins: "Já, Sufjan, þú gerðir þetta að þínu, og það er frábært. Æðislegt."
Þökkum fyrir að helv. idolið sé búið, og meistari Sufjan er snúinn aftur.
mánudagur, apríl 10, 2006
Pizza King...
Það er 16,7% hækkun.
Þrátt fyrir þetta verður ekki gripið til neinna viðskiptaþvinganna að sinni. Verðið var mjög lágt fyrir, en er nú sanngjarnt.
Vænt verðbólga ársins hækkar um 0,1% við þessar fréttir.
Kveðja,
Hagnaðurinn
laugardagur, apríl 08, 2006
Serrano...
Annars fékk ég mér burrito á Culiacan í kvöld, sem var virkilega góður. Virkilega góð, vel útilátin máltíð fyrir 840 kr. Geri aðrir betur.
Í framhaldi af þessi benti eigandi veitingastaðarins Serrano mér á að þeir gerðu betur. Ég hafði að vísa áður borðað á Serrano, en ákvað að skella mér þangað á miðvikudaginn (fyrir Barcelona leikinn) til að gera samanburð, sérstaklega þar sem Culiacan burrito-ið var mér enn í fersku minni. Inngangi lokið...
Ég fékk mér stóran kjúklinga burrito, líkt og á Culiacan. Þeir voru svipaðir að stærð, en á Serrano kostaði þetta 899 kr. Ég fékk mér sama "meðlæti" á báðum stöðum: hrísgrjón, papriku/lauk, sterka salsasósu, sýrðan rjóma, gular baunir, kál og ost.
Niðurstaða:
Mér fannst burritoið á Serrano betra. Meginástæðan er að kjúklingurinn þar var mun betri, bragðmeiri og mýkri. Auk þess var salsasósan nokkru betri. Aftur á móti var hvorug sósan neitt sérstaklega sterk, þrátt fyrir að heita sterk.
Serrano var samt ekki það betri að ég myndi gera mér sérstaka ferð niðrí Kringlu, ef ég væri staðsettur nær Faxafeninu.
Serrano fær mínusprik fyrir að rukka 100 kr. aukalega fyrir guacamole, en fær plúsprik til baka fyrir góða þjónustu.
Kveðja,
Hagnaðurinn
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Hnit...
Búist er við skemmtilegum leik.
BK/Stift hafa æft stíft (Stift?) í allan vetur fyrir þennan leik, á meðan andstæðingarnir eru hálfgerðir nýliðar. En með eljusemi og baráttu, og smávegis heppni eigum við tölfræðilega möguleika á sigri.
Ég held að það sé svipað líklegt að við vinnum eins og að Real Madrid EÐA manutd verði meistarar í sínu heimalandi.
Kveðja,
Broddi Kr.
A Bullet Runs Through It
Á mánudaginn var horfði ég á CSI (sem nú er í sinni 6. þáttaröð). Þetta var líklegast einn besti þátturinn sem ég hef nokkru sinni séð, og endaði hann í gífurlegri spennu með orðunum "to be continued".
Þolinmæði er ekki einn af mínum helstu styrkleikum, svo ég brá mér á netið og nálgaðist framhaldsþáttinn. Ég verð bara að segja að þetta eru svo fáránlega vel gerðir þættir og áhugaverðir að það hálfa væri nóg. Gil Grissom er auk þess snillingur.
Annars vantar mig 14. þáttinn af 24. Ég er búinn að ná í þennan þátt, frá tveimur mismunandi stöðum, og hvorki VLC né Rapsody vilja spila hann. Getur einhver hjálpað?
Kveðja,
Hagnaðurinn
Spámaður!
Rétt tákn.
Nánast rétt úrslit.
Nánast rétt lýsing á fyrra marki Barcelona.
... og allt hitt "in the ballpark"
miðvikudagur, apríl 05, 2006
???
Ásdís Rán Gunnarsdóttir hjá Model.is og Garðar Gunnlaugsson knattspyrnukappi kynntust fyrir rúmum þremur árum og hefur varla slitnað slefan á milli þeirra síðan, slík er ástin. Þau eiga saman soninn Hektor Bergmann og Ásdís átti fyrir soninn Róbert. Fjölskyldan býr sundur og saman en það ríkir mikil hamingja hjá litlu fjölskyldunni. „Ég sá alveg ógeðslega sætan strák sem var að vinna í Retro
Ég gat varla hætt að hugsa um hann eftir þetta svo ég hringdi í hann og bað hann um að koma upp á módelskrifstofu til mín í smá viðtal. Hann kom svo upp á skrifstofuna og þar kviknaði strax neisti. Ég pældi voða mikið í hvað ég ætti að gera til hala honum inn og ákvað að lokum að bjóða honum með mér á áramótaball sem ég sá um fyrir OZ. Á ballinu urðum við svo endanlega ástfangin og slefan hefur eiginlega ekki slitnað á milli okkar síðan.“ Ásdís segir að þau hafi bæði verið skotin hvort í öðru áður en þau hittust en hann þó ívið lengur. „Hann var búinn að láta sig dreyma um mig út af myndum úr blöðum síðan hann var lítill strákur,“ segir Ásdís glettin, en hún er fjórum árum eldri en hann.
Ásdís segist hafa reynt að fara hægt í sakirnar fyrst um sinn. „Ég tók hann nú ekki með heim það kvöld. Ég leyfði honum að þjást í smá tíma. Hann var nú bara nítján og ég hafði aldrei verið með svona ungum áður.“ Það leið þó ekki á löngu þar til fór að hitna í kolunum og innan skamms voru þau orðin eitt heitasta par landsins. „Ég bara tók hann í mínar hendur. Það var ekkert annað að gera í stöðunni, og bjó til þennan yndislega karlmann sem ég á í dag. Hann elskar mig svo mikið að hann er að springa eins og hann segir alltaf,“ segir Ásdís en bætir við að ástin sé endurgoldin og gott betur.
Garðar hefur beðið Ásdísar tvisvar og í bæði skiptin hefur hún sagt já. „Við trúlofuðum okkur svo á afmælisdaginn minn 12. ágúst eftir að hafa verið saman í sjö mánuði. Svo tók bara við ást og meiri ást. Við tókum reyndar smá pásu í tvo mánuði til að átta okkur aðeins. En við vorum ekki lengi að sjá að við gætum ekki hvort án annars verið og vildum deila ævinni saman.“
Garðar tók ansi frumlegan vinkil á bónorðið í seinna skiptið. „Hann sendi mér SMS með ljóði sem hann var búinn að vera að vinna að lengi. Rosalega fallegt ljóð. Ég fékk bara tár í augun, mér fannst þetta svo fallegt og svaraði: Já.“
Fjölskyldan býr sundur og saman vegna þess að hjónaleysin vinna hvort sínum megin við hafið. „Við búum fjögur saman, en það er flakk á okkur. En við erum með fínt hús og jeppa til afnota í Edinborg þar sem Garðar spilar þannig að það væsir ekki um okkur þar úti.“ Ásdís segir ástina aukast hjá þeim með hverjum deginum sem líður. „Ég fer bráðum út til hans í einhvern tíma. En ég þarf að vera hérna heima með annan fótinn út af vinnunni. Það getur verið að Garðar spili hérna heima í sumar en það er óráðið enn. Hann er í láni hjá Dunfermline og það er ekki komið á hreint með framhaldið. En það er æðislegt í Skotlandi og æðislegt á Íslandi. Vonandi getum við bara verið eins mikið saman og hægt er með hækkandi sól,“ segir Ásdís að lokum með ástarglampa í augunum.
Hvað ætli stór hluti af þessu sé tilbúningur "blaðamannsins"?
Meistaradeildin - Spádómur:
1-1 í leiðinlegum leik.
Juve verða grófir, áhorfendur verða sér til skammar, Henry sýnir vott af hroka, Fabregas sýnir smá trikk, og Zlatan skítur uppá bak. Same old, same old...
Barcelona - Benfice:
Kalt mat: 3-0.
Eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum munu Börsungar mæta dýrvitlausir (en um leið yfirvegaðir) til leiks og spila stórkostlegan bolta. 'Dinho með flikk til hægri, Deco stendur af sér tæklingu (sjaldgæft, ég veit), rennir útá Eto'o sem tekur hraðabreytingu til vinstri upp að endamörkum, rennir út á Larsson, og Larsson skorar...
MAAAAAAAAAAARRRKKKKKK
þriðjudagur, apríl 04, 2006
Sögustund...
Fyrsta Clint Invitational golfmótið fór fram með eftirminnilegum hætti þann 23. júlí 2005. Sigurvegarar voru Andrés Jónsson og Freyr Karlsson. Þeir fengu farandbikar í verðlaun.
Í sumar munum við að sjálfsögðu hafa annað mót, og vonandi stærra og veglegra. Stefnt er að því að spila 22. eða 29. júlí, sem eru laugardagar.
Skráning mun hefjast fljótlega.
Á myndinni að ofan má sjá mig taka við Playstation tölvu sem ég vann þegar dregið var úr skorkortum mótsins. Gríðarleg heppni. Auk þess eru á myndinni Baldur Knútsson, sem var dómari og mótsstjóri, og Glæponinn, en hann dró miðann með nafninu mínu á.
Ætlar þú að vera með í ár???
mánudagur, apríl 03, 2006
sunnudagur, apríl 02, 2006
Viðskiptabann...
Viðskiptabann á TGI Fridays.
Í fyrsta lagi er fáránlegt að rukka fólk um ca. 1500 kr. fyrir hamborgara með frönskum, og það ekki einu sinni neitt sérstakan borgara, þrátt fyrir að hann kallist "world famous" á matseðlinum.
Svo er það þjónustan, eða öllu heldur þjónustuleysið. Ég efast um að nokkur starfsmaður þarna sé með yfir 100 í greindarvísitölu, og klárlega enginn með yfir 0 í þjónustulund.
Og þetta er ekkert einsdæmi því þetta er svona í hvert skipti sem ég fer þangað. En ekki lengur. Núna er komið 1. gráðu viðskiptabann, og TGI Fridays mun ekki fá mín viðskipti í framtíðinni.
Það hefur því myndast heilög viðskiptabanns-þrenning í Smáralindinni:
Burger King
Pizza Hut
TGI Fridays
Annars fékk ég mér burrito á Culiacan í kvöld, sem var virkilega góður. Virkilega góð, vel útilátin máltíð fyrir 840 kr. Geri aðrir betur.