Sögustund...
Fyrsta Clint Invitational golfmótið fór fram með eftirminnilegum hætti þann 23. júlí 2005. Sigurvegarar voru Andrés Jónsson og Freyr Karlsson. Þeir fengu farandbikar í verðlaun.
Í sumar munum við að sjálfsögðu hafa annað mót, og vonandi stærra og veglegra. Stefnt er að því að spila 22. eða 29. júlí, sem eru laugardagar.
Skráning mun hefjast fljótlega.
Á myndinni að ofan má sjá mig taka við Playstation tölvu sem ég vann þegar dregið var úr skorkortum mótsins. Gríðarleg heppni. Auk þess eru á myndinni Baldur Knútsson, sem var dómari og mótsstjóri, og Glæponinn, en hann dró miðann með nafninu mínu á.
Ætlar þú að vera með í ár???
<< Home