fimmtudagur, apríl 06, 2006

A Bullet Runs Through It

CSI eru líklegast næstbestu þættir sem finna má í sjónvarpi í dag; á eftir 24 að sjálfsögðu.

Á mánudaginn var horfði ég á CSI (sem nú er í sinni 6. þáttaröð). Þetta var líklegast einn besti þátturinn sem ég hef nokkru sinni séð, og endaði hann í gífurlegri spennu með orðunum "to be continued".

Þolinmæði er ekki einn af mínum helstu styrkleikum, svo ég brá mér á netið og nálgaðist framhaldsþáttinn. Ég verð bara að segja að þetta eru svo fáránlega vel gerðir þættir og áhugaverðir að það hálfa væri nóg. Gil Grissom er auk þess snillingur.

*****************************

Annars vantar mig 14. þáttinn af 24. Ég er búinn að ná í þennan þátt, frá tveimur mismunandi stöðum, og hvorki VLC né Rapsody vilja spila hann. Getur einhver hjálpað?

Kveðja,
Hagnaðurinn