sunnudagur, apríl 02, 2006

Viðskiptabann...

Jæja, þá er það komið endanlega á hreint!

Viðskiptabann á TGI Fridays.

Í fyrsta lagi er fáránlegt að rukka fólk um ca. 1500 kr. fyrir hamborgara með frönskum, og það ekki einu sinni neitt sérstakan borgara, þrátt fyrir að hann kallist "world famous" á matseðlinum.

Svo er það þjónustan, eða öllu heldur þjónustuleysið. Ég efast um að nokkur starfsmaður þarna sé með yfir 100 í greindarvísitölu, og klárlega enginn með yfir 0 í þjónustulund.

Og þetta er ekkert einsdæmi því þetta er svona í hvert skipti sem ég fer þangað. En ekki lengur. Núna er komið 1. gráðu viðskiptabann, og TGI Fridays mun ekki fá mín viðskipti í framtíðinni.

Það hefur því myndast heilög viðskiptabanns-þrenning í Smáralindinni:
Burger King
Pizza Hut
TGI Fridays

******************************

Annars fékk ég mér burrito á Culiacan í kvöld, sem var virkilega góður. Virkilega góð, vel útilátin máltíð fyrir 840 kr. Geri aðrir betur.