Serrano...
Nýlega setti ég á viðskiptabann á TGI Fridays. Viðskiptabannið stendur óhaggað. Í sama bloggi skrifaði ég eftirfarandi:
Annars fékk ég mér burrito á Culiacan í kvöld, sem var virkilega góður. Virkilega góð, vel útilátin máltíð fyrir 840 kr. Geri aðrir betur.
Í framhaldi af þessi benti eigandi veitingastaðarins Serrano mér á að þeir gerðu betur. Ég hafði að vísa áður borðað á Serrano, en ákvað að skella mér þangað á miðvikudaginn (fyrir Barcelona leikinn) til að gera samanburð, sérstaklega þar sem Culiacan burrito-ið var mér enn í fersku minni. Inngangi lokið...
Ég fékk mér stóran kjúklinga burrito, líkt og á Culiacan. Þeir voru svipaðir að stærð, en á Serrano kostaði þetta 899 kr. Ég fékk mér sama "meðlæti" á báðum stöðum: hrísgrjón, papriku/lauk, sterka salsasósu, sýrðan rjóma, gular baunir, kál og ost.
Niðurstaða:
Mér fannst burritoið á Serrano betra. Meginástæðan er að kjúklingurinn þar var mun betri, bragðmeiri og mýkri. Auk þess var salsasósan nokkru betri. Aftur á móti var hvorug sósan neitt sérstaklega sterk, þrátt fyrir að heita sterk.
Serrano var samt ekki það betri að ég myndi gera mér sérstaka ferð niðrí Kringlu, ef ég væri staðsettur nær Faxafeninu.
Serrano fær mínusprik fyrir að rukka 100 kr. aukalega fyrir guacamole, en fær plúsprik til baka fyrir góða þjónustu.
Kveðja,
Hagnaðurinn
Annars fékk ég mér burrito á Culiacan í kvöld, sem var virkilega góður. Virkilega góð, vel útilátin máltíð fyrir 840 kr. Geri aðrir betur.
Í framhaldi af þessi benti eigandi veitingastaðarins Serrano mér á að þeir gerðu betur. Ég hafði að vísa áður borðað á Serrano, en ákvað að skella mér þangað á miðvikudaginn (fyrir Barcelona leikinn) til að gera samanburð, sérstaklega þar sem Culiacan burrito-ið var mér enn í fersku minni. Inngangi lokið...
************************************
Ég fékk mér stóran kjúklinga burrito, líkt og á Culiacan. Þeir voru svipaðir að stærð, en á Serrano kostaði þetta 899 kr. Ég fékk mér sama "meðlæti" á báðum stöðum: hrísgrjón, papriku/lauk, sterka salsasósu, sýrðan rjóma, gular baunir, kál og ost.
Niðurstaða:
Mér fannst burritoið á Serrano betra. Meginástæðan er að kjúklingurinn þar var mun betri, bragðmeiri og mýkri. Auk þess var salsasósan nokkru betri. Aftur á móti var hvorug sósan neitt sérstaklega sterk, þrátt fyrir að heita sterk.
Serrano var samt ekki það betri að ég myndi gera mér sérstaka ferð niðrí Kringlu, ef ég væri staðsettur nær Faxafeninu.
Serrano fær mínusprik fyrir að rukka 100 kr. aukalega fyrir guacamole, en fær plúsprik til baka fyrir góða þjónustu.
Kveðja,
Hagnaðurinn
<< Home