fimmtudagur, apríl 06, 2006

Hnit...

Á morgun klukkan 16:20 mætast Hagnaðurinn/Glæponinn - Baldur Knútsson/Stiftamtmaðurinn í tvíliðaleik í hniti í TBR höllinni við Glæsibæ.

Búist er við skemmtilegum leik.

BK/Stift hafa æft stíft (Stift?) í allan vetur fyrir þennan leik, á meðan andstæðingarnir eru hálfgerðir nýliðar. En með eljusemi og baráttu, og smávegis heppni eigum við tölfræðilega möguleika á sigri.

Ég held að það sé svipað líklegt að við vinnum eins og að Real Madrid EÐA manutd verði meistarar í sínu heimalandi.

Kveðja,
Broddi Kr.