sunnudagur, nóvember 13, 2005

Helgin...

Það sem bar hæst var eftirfarandi:

Föstudagur:
Skrapp til Danna og Diddu og horfði á Idol, og svo Lakers síðar um nóttina. Mínir menn töpuðu í illa leiknum leik, en hann var ágætlega spennandi.

Lína kvöldsins: "Já, eða Jói 2000 eins og Benni kallar hann"

Laugardagur:
Körfubolti í Sporthúsinu klukkan 12-13 (verð í því í allan vetur) og potturinn á eftir. Virkilega notarlegt.

Svo var hittingur hjá MB gæjaklúbbnum. Byrjuðum í keilu klukkan 16. Ég var ekki að spila vel. Ekki eins og í good old MS days þegar maður var að skora yfir 200 á regular basis. Hæsta skor var 162. Þokkalegt það.

Svo var farið á Selfoss og dottið í það og svo farið á ball með einhverri hljómsveit á Pakkhúsinu. Alltaf fróðlegt að skemmta sér á Selfossi. Ungur drengur hótaði að vinur sinn myni lemja mig og Glæponinn ef við myndum bögga hann. Þvílíkt fífl!

Sunnudagur:
Ég vaknaði og var þunnur og var að drepast í augunum. Hafði ég sofið með teppi sem kötturinn hans Simma var búinn að velta sér á. Helvítis ofnæmi. Helvítis kettir. Helvítis hundar líka. Helvítis helvíti.

Svo átti hún móðir mín afmæli í dag.
Til lukku með það.

Niðurstaða:
Fín helgi.
Nokkuð fjölbreytt.
Semi-heilsusamleg.
Fljót að líða.

Að lokum þetta:
Úr Morgunblaðinu í dag, bls. 28
'Í samtali við piltana... kemur fram að þeir horfi mjög til þess að tónleikarnir í Laugardalshöll eftir tvær viku verði aðal tónleikarnir, það eigi að verða bestu tónleikarnir; "þetta er bara æfing", segir Kjartan um Brixton tónleikana og John Best (umboðsmaður Sigurrósar) tekur í sama streng, það fari ekki á milli mála að mikið verði lagt undir í Laugardalshöllinni.'

... og svo meira...

' Ellefu tónleikar í viðbót áður en heim er komið, ellefu æfingar í viðbót fyrir bestu tónleikana'

Ok.
2 vikur í þetta.
Ég er ekkert spenntur, nehhhh

Bið að heilsa,
Hagnaðurinn