fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Nöfn

Hér er frétt um mannanöfn.

Sem verðandi faðir er ég farinn að taka eftir svona fréttum. Athygli mína vakti þessi efnisgrein:

"Hagstofan segir, að tíðni gamalgróinna nafna hafi lækkað miðað við það sem áður var og mörg áður algeng nöfn hafi nú vikið fyrir tískunöfnum sem engir eða aðeins örfáir einstaklingar báru fyrir nokkrum áratugum. Dæmi um þetta séu nöfnin Birta og Aron.

Áberandi sé að nokkur biblíunöfn, sem notið hafi vinsælda í mörgum Evrópulöndum um langt skeið, njóti nú sívaxandi vindsælda hér á landi. Dæmi um þetta séu nöfnin Daníel, Davíð, Rakel og Sara en þessi nöfn séu afar sjaldgæf í elstu aldurshópunum. Í aldurshópnum 0–4 ára eru þrjú algengustu einnefni meðal stúlkna Sara, Freyja og Andrea en Margrét, Hrafnhildur og Birta í aldurshópnum 5–9 og Kristín, Katrín, Guðrún og Berglind meðal 10–14 ára."

Niðurstaða:
Harpa = í tísku
Hagnaðurinn = úr tísku

Kveðja,
Hagnaðurinn

Viðauki 1:
Samkvæmt þjóðskrá eru:
914 sem bera nafnið Haukur sem 1. eiginnafn
417 sem bera nafnið Haukur sem 2. eiginnafn

Viðauki 2:
Samkvæmt þjóðskrá eru:
665 sem bera nafnið Harpa sem 1. eiginnafn
236 sem bera nafnið Harpa sem 2. eiginnafn