Dómur Morgunblaðsins....
Tónleikar
Sigur Rós í Laugardalshöll sunnudagskvöldið
27. nóvember ásamt strengjakvartettinum
Aminu og lúðrasveit. Amina
hitaði jafnframt upp.
(Feitletrun og undirstrikun mín)
ÞAÐ var léttara yfir Sigur Rós heldur en síðast þegar undirritaður sá hana. Ný plata sveitarinnar – Takk …– hefur gengið frábærlega, bæði hjá gagnrýnendum og kaupendum og tónninn á þeirri plötu er allur miklu léttari heldur en hægagangurinn og þunglyndið sem einkenndi ( ), síðustu skífu sveitarinnar. Eflaust hefur ekki spillt fyrir að Sigur Rós var í þann mund að halda glæsilegustu og mögnuðustu tónleika sem popphljómsveit hefur nokkurn tímann spilað hér á landi. Íslendingum gefst nær aldrei tækifæri til þess að sjá sautján hljóðfæraleikara á sviðinu í einu nema um íslenska hljómsveit sé að ræða – kostnaðurinn við fólksflutninga og uppihald er einfaldlega of mikill. Þess vegna er það alveg stórkostlegt að við skulum eiga svona frábæra hljómsveit einsog Sigur Rós, og svona frábæra hljóðfæraleikara sem styðja við bakið á henni. Fyrir tilstilli þessa fólks varð sunnudagskvöldið síðasta ógleymanlegt.
Maður vissi það allt frá því að hálfgagnsætt tjald var dregið fyrir sviðið allt að eitthvað alveg sérstakt myndi eiga sér stað þetta kvöld. Á meðan forspilið „Takk“ hljómaði tíndust meðlimir sveitarinnar inn á sviðið, og áhorfendur sáu dansa á tjaldinu risavaxnar skuggamyndir þeirra Jónsa, Georgs, Orra Páls og Kjartans. Þeir komu sér fyrir og ekki leið á löngu þar til „Glósóli“ fór af stað við mikinn fögnuð áheyrenda. Í síðari hluta lagsins, þegar Sigur Rós sýnir á sér rokkhliðina svo um munar, var tjaldið og salurinn allur baðaður í himneskri gulri birtu sem varð til þess að gæsahúðin hríslaðist niður bakið á mér.
Tjaldið var dregið frá og „Ný batterí“ af Ágætis byrjun fylgdi í kjölfarið að undangengnu hávaðasömu surgi sem Jónsi framkallaði með harðvítugum árásum á gítarstrengina sína. Lúðrasveitin hafði þá komið sér fyrir og tókst að endurskapa inngangskaflann fumlaust. Það var myrkt á sviðinu framan af laginu, en þegar að trommurnar ruddust inn í lagið mitt blikkuðu ljóskastarar um allan sal í takt við nákvæman en naumhyggjulegan trommuleik Orra Páls. Stórglæsilegt.
Á þessa leið héldu tónleikarnir áfram; í nær hverju lagi mátti sjá eða heyra allt að því guðdómleg augnablik. Brosin sem færðust yfir andlit áhorfenda þegar lúðrasveitin marseraði yfir sviðið í valskaflanum í „Sé lest“. Stórkostlegar útsetningarnar á „Hoppípolla“/„Með blóðnasir“ og „Olsen Olsen“ og einlæg, ósjálfráð, fagnaðarlætin þegar salurinn bar kennsl á lögin. Þögnin langa í miðjunni á „Viðrar vel til loftárása“. Ekki var minni unun að fylgjast með því hvernig drengirnir unnu saman á sviðinu og flökkuðu á milli hljóðfæra vandræðalaust, bassaleikarinn Georg fékk meira að segja að taka stuttlega í trommurnar meðan Orri Páll var upptekinn við eitthvert hinna fjöldamörgu hljómborða sem skrýddu sviðið.
Nokkur atriði stóðu þó upp úr. Lokalag Sigur Rósar fyrir uppklapp var „Heysátan“, lokalag Takk..., og eitt besta lag plötunnar. Hljómsveitarmeðlimirnir fjórir komu sér fyrir í hring í vinstra horni sviðsinsog á sviðinu var aðeins einn ljósgeisli. Þar sem maður sá hljómsveitinasvona nána var eins og maður gleymdi því að maður væri bara einn fimmþúsund gesta í Laugardalshöllinni. Sviðið umbreyttist skyndilega í huggulegan bílskúr eða kjallara og manni fannst sem maður væri fluga á vegg inni á æfingu hjá sveitinni einhvern tímann í fjarlægri fortíð. Lúðrasveitin sem sat umhverfis þá, rétt utan við ljósgeislann, var eins og fyrirboði framtíðarinnar; persónugerving frægðarinnar og dáðanna sem drengirnir áttu eftir að drýgja. Þegar laginu lauk var ég tvístígandi – átti ég að klappa sveitina upp? Var þetta ekki fullkominn endir á flekklausum tónleikum?
Áheyrendur voru hinsvegar ekki ívafa. Þeir vildu meira. Sigur Rós sneri aftur á sviðið og vatt sér beint í „Hafsól“ sem kom fyrst út á Von, en kemur bráðlega út í annarri útsetninguá smáskífunni „Hoppípolla“. Í kjölfarið á henni fylgdi lag sem ég held að hafi verið B-hliðin á smáskífunni „Ónefnt 1“, þótt ég þori ekki að hengja mig upp á það. Laginu fylgdi myndband þar sem hvítir fuglar á svörtum grunni, ekki ósvipaðir þeim sem eru innan í Takk..., settust á línu. Meðan lagið flaut áfram komu fuglarnir og fóru og sköpuðu hjá manni tilfinningu fyrir algjöru tímaleysi. Í lok lagsins sat Orri Páll lengi eftir aleinn á sviðinu, ef undanskildir eru fuglarnir, og spilaði einfalda en áhrifaríka línu á rafmagnspíanó. Þegar laginu sleppti klöppuðu áheyrendur og hrópuðu, sem varð til þess að fuglarnir fældust og flugu allir sem einn í burtu.
Sviðið tæmdist í eitt augnablikáður en söngvarinn Jónsi tók sérstöðu fremst á sviðinu, þakkaði fyrir sig, og sagði að nú væri komið aðsíðasta laginu – „Ónefnt 8“ af ( ) oglokalag Sigur Rósar á tónleikum tilmargra ára. Tjaldið hálfgagnsæja var aftur dregið fyrir í miðju laginu(þar sem það skiptir um hljómagang) og risavaxnar skuggamyndir strákanna sem fyrir augnabliki höfðu virst svo viðkunnanlegir gerðu mann gjörsamlega varnarlausan. Skuggi Jónsa var mest áberandi, hann virtist næstum þvívera aleinn á sviðinu og einmanaleg vonlenskan minnti helst á væl yfirgefins dýrs. Þegar brjálæðið tók völdin og allir hljómsveitarmeðlimir fóru hamförum blönduðust skuggamyndir þeirra torkennilegum og óhuggulegum myndum sem var
varpað á tjaldið, og sterkum ljóskösturum sem virtust blikka í allar áttir og algjörlega af handahófi. Óreiðan var algjör. Tónar og myndir urðu í huga manns óaðskiljanleg fyrirbæri og manni fannst sem þetta væri unaðsleg martröð sem aldrei tæki enda. En hún tók enda, Orri ruddi trommusettinu sínu um koll, og Sigur Rós sannaði að hún er ein besta hljómsveit í heimi.
Hápunktur tónleikanna hafði þó verið nokkuð fyrr, eða í „Viðrar vel til loftárása“. Að ofan var minnst á þögnina áður en Jónsi syngur „við riðum heimsendi“. Þótt það hafiverið virkilega flott var ekkert sem gat búið blaðamann undir þau tilfinningalegu viðbrögð sem ljóðlínan „það besta sem guð hefur skapað“ kallaði fram. Í einu vetfangi helltust yfir mig allar minningar lífs míns einsog talað er um að gerist þegar við deyjum. Ég sá hvítt ljós sem var ekki af þessum heimi, allir vöðvar líkamans herptust saman eina örskotsstund og þegar þeir slöknuðu fór um mig ólýsanlegur hrollur. Niður hægri kinnina rann tár og égherti takið um hönd betri helmingsins.
Sá sem sat mér á vinstri hönd stóð upp stuttu eftir þetta lag, gekk út og kom ekki aftur. Ég ímynda mér að lagið hafi fengið svo á hannað hann hafi gert sér grein fyrirmistökum sínum, hlaupið niður tröppurnar á Laugardalshöllinni og beint í opinn faðm þess sem hann elskar. Alveg eins og í bíó. Nema bara í alvörunni.
Atli Bollason
Sigur Rós í Laugardalshöll sunnudagskvöldið
27. nóvember ásamt strengjakvartettinum
Aminu og lúðrasveit. Amina
hitaði jafnframt upp.
(Feitletrun og undirstrikun mín)
ÞAÐ var léttara yfir Sigur Rós heldur en síðast þegar undirritaður sá hana. Ný plata sveitarinnar – Takk …– hefur gengið frábærlega, bæði hjá gagnrýnendum og kaupendum og tónninn á þeirri plötu er allur miklu léttari heldur en hægagangurinn og þunglyndið sem einkenndi ( ), síðustu skífu sveitarinnar. Eflaust hefur ekki spillt fyrir að Sigur Rós var í þann mund að halda glæsilegustu og mögnuðustu tónleika sem popphljómsveit hefur nokkurn tímann spilað hér á landi. Íslendingum gefst nær aldrei tækifæri til þess að sjá sautján hljóðfæraleikara á sviðinu í einu nema um íslenska hljómsveit sé að ræða – kostnaðurinn við fólksflutninga og uppihald er einfaldlega of mikill. Þess vegna er það alveg stórkostlegt að við skulum eiga svona frábæra hljómsveit einsog Sigur Rós, og svona frábæra hljóðfæraleikara sem styðja við bakið á henni. Fyrir tilstilli þessa fólks varð sunnudagskvöldið síðasta ógleymanlegt.
Maður vissi það allt frá því að hálfgagnsætt tjald var dregið fyrir sviðið allt að eitthvað alveg sérstakt myndi eiga sér stað þetta kvöld. Á meðan forspilið „Takk“ hljómaði tíndust meðlimir sveitarinnar inn á sviðið, og áhorfendur sáu dansa á tjaldinu risavaxnar skuggamyndir þeirra Jónsa, Georgs, Orra Páls og Kjartans. Þeir komu sér fyrir og ekki leið á löngu þar til „Glósóli“ fór af stað við mikinn fögnuð áheyrenda. Í síðari hluta lagsins, þegar Sigur Rós sýnir á sér rokkhliðina svo um munar, var tjaldið og salurinn allur baðaður í himneskri gulri birtu sem varð til þess að gæsahúðin hríslaðist niður bakið á mér.
Tjaldið var dregið frá og „Ný batterí“ af Ágætis byrjun fylgdi í kjölfarið að undangengnu hávaðasömu surgi sem Jónsi framkallaði með harðvítugum árásum á gítarstrengina sína. Lúðrasveitin hafði þá komið sér fyrir og tókst að endurskapa inngangskaflann fumlaust. Það var myrkt á sviðinu framan af laginu, en þegar að trommurnar ruddust inn í lagið mitt blikkuðu ljóskastarar um allan sal í takt við nákvæman en naumhyggjulegan trommuleik Orra Páls. Stórglæsilegt.
Á þessa leið héldu tónleikarnir áfram; í nær hverju lagi mátti sjá eða heyra allt að því guðdómleg augnablik. Brosin sem færðust yfir andlit áhorfenda þegar lúðrasveitin marseraði yfir sviðið í valskaflanum í „Sé lest“. Stórkostlegar útsetningarnar á „Hoppípolla“/„Með blóðnasir“ og „Olsen Olsen“ og einlæg, ósjálfráð, fagnaðarlætin þegar salurinn bar kennsl á lögin. Þögnin langa í miðjunni á „Viðrar vel til loftárása“. Ekki var minni unun að fylgjast með því hvernig drengirnir unnu saman á sviðinu og flökkuðu á milli hljóðfæra vandræðalaust, bassaleikarinn Georg fékk meira að segja að taka stuttlega í trommurnar meðan Orri Páll var upptekinn við eitthvert hinna fjöldamörgu hljómborða sem skrýddu sviðið.
Nokkur atriði stóðu þó upp úr. Lokalag Sigur Rósar fyrir uppklapp var „Heysátan“, lokalag Takk..., og eitt besta lag plötunnar. Hljómsveitarmeðlimirnir fjórir komu sér fyrir í hring í vinstra horni sviðsinsog á sviðinu var aðeins einn ljósgeisli. Þar sem maður sá hljómsveitinasvona nána var eins og maður gleymdi því að maður væri bara einn fimmþúsund gesta í Laugardalshöllinni. Sviðið umbreyttist skyndilega í huggulegan bílskúr eða kjallara og manni fannst sem maður væri fluga á vegg inni á æfingu hjá sveitinni einhvern tímann í fjarlægri fortíð. Lúðrasveitin sem sat umhverfis þá, rétt utan við ljósgeislann, var eins og fyrirboði framtíðarinnar; persónugerving frægðarinnar og dáðanna sem drengirnir áttu eftir að drýgja. Þegar laginu lauk var ég tvístígandi – átti ég að klappa sveitina upp? Var þetta ekki fullkominn endir á flekklausum tónleikum?
Áheyrendur voru hinsvegar ekki ívafa. Þeir vildu meira. Sigur Rós sneri aftur á sviðið og vatt sér beint í „Hafsól“ sem kom fyrst út á Von, en kemur bráðlega út í annarri útsetninguá smáskífunni „Hoppípolla“. Í kjölfarið á henni fylgdi lag sem ég held að hafi verið B-hliðin á smáskífunni „Ónefnt 1“, þótt ég þori ekki að hengja mig upp á það. Laginu fylgdi myndband þar sem hvítir fuglar á svörtum grunni, ekki ósvipaðir þeim sem eru innan í Takk..., settust á línu. Meðan lagið flaut áfram komu fuglarnir og fóru og sköpuðu hjá manni tilfinningu fyrir algjöru tímaleysi. Í lok lagsins sat Orri Páll lengi eftir aleinn á sviðinu, ef undanskildir eru fuglarnir, og spilaði einfalda en áhrifaríka línu á rafmagnspíanó. Þegar laginu sleppti klöppuðu áheyrendur og hrópuðu, sem varð til þess að fuglarnir fældust og flugu allir sem einn í burtu.
Sviðið tæmdist í eitt augnablikáður en söngvarinn Jónsi tók sérstöðu fremst á sviðinu, þakkaði fyrir sig, og sagði að nú væri komið aðsíðasta laginu – „Ónefnt 8“ af ( ) oglokalag Sigur Rósar á tónleikum tilmargra ára. Tjaldið hálfgagnsæja var aftur dregið fyrir í miðju laginu(þar sem það skiptir um hljómagang) og risavaxnar skuggamyndir strákanna sem fyrir augnabliki höfðu virst svo viðkunnanlegir gerðu mann gjörsamlega varnarlausan. Skuggi Jónsa var mest áberandi, hann virtist næstum þvívera aleinn á sviðinu og einmanaleg vonlenskan minnti helst á væl yfirgefins dýrs. Þegar brjálæðið tók völdin og allir hljómsveitarmeðlimir fóru hamförum blönduðust skuggamyndir þeirra torkennilegum og óhuggulegum myndum sem var
varpað á tjaldið, og sterkum ljóskösturum sem virtust blikka í allar áttir og algjörlega af handahófi. Óreiðan var algjör. Tónar og myndir urðu í huga manns óaðskiljanleg fyrirbæri og manni fannst sem þetta væri unaðsleg martröð sem aldrei tæki enda. En hún tók enda, Orri ruddi trommusettinu sínu um koll, og Sigur Rós sannaði að hún er ein besta hljómsveit í heimi.
Hápunktur tónleikanna hafði þó verið nokkuð fyrr, eða í „Viðrar vel til loftárása“. Að ofan var minnst á þögnina áður en Jónsi syngur „við riðum heimsendi“. Þótt það hafiverið virkilega flott var ekkert sem gat búið blaðamann undir þau tilfinningalegu viðbrögð sem ljóðlínan „það besta sem guð hefur skapað“ kallaði fram. Í einu vetfangi helltust yfir mig allar minningar lífs míns einsog talað er um að gerist þegar við deyjum. Ég sá hvítt ljós sem var ekki af þessum heimi, allir vöðvar líkamans herptust saman eina örskotsstund og þegar þeir slöknuðu fór um mig ólýsanlegur hrollur. Niður hægri kinnina rann tár og égherti takið um hönd betri helmingsins.
Sá sem sat mér á vinstri hönd stóð upp stuttu eftir þetta lag, gekk út og kom ekki aftur. Ég ímynda mér að lagið hafi fengið svo á hannað hann hafi gert sér grein fyrirmistökum sínum, hlaupið niður tröppurnar á Laugardalshöllinni og beint í opinn faðm þess sem hann elskar. Alveg eins og í bíó. Nema bara í alvörunni.
Atli Bollason
<< Home