fimmtudagur, mars 26, 2009
sunnudagur, mars 15, 2009
Tímarit...
Linda skyndilinda var að benda á Tímarit.is. Þvílík snilld.
Hérna fann ég eina góða grein frá 2004:
Kolbrún á villigötum
Haukur Snær Hauksson skrifar:
Kolbrún Bergþórsdóttir fer ekki fögrum
orðum um Jack Bauer í Fréttablaðinu
þann 8. júní síðastliðinn. Vill hún meina
að Jack hafi gert mistök með því að taka
„af lífi saklausan man“. Þvílíkt bull. Jack
Bauer hefur ekki tekið ranga ákvörðun
frá því að hann skaut George Mason í
fótinn í fyrstu seríunni þar til hann skaut
Chappelle í höfuðið í þeirri nýjustu.
Í fyrsta lagi var það ákvörðun forsetans
að drepa Chappelle og þrátt fyrir að sú
ákvörðun hafi verið umdeilanleg, þá var
hún engu að síður rétt. Þetta var bara
spurning um að drepa einn saklausan
mann eða milljónir saklausra. Ekki flókin
ákvörðun. Þetta eiga kommúnistar að
vita.
Auk þess segir Kolbrún í Fréttablaðinu
þann 5. maí síðastliðinn að Jack hafi
„gengið full harkalega fram“ þegar hann
drap Ninu Mayers. Ekki er ég sammála
því. Vissulega var Nina skemmtilegur
karakter, en það var kominn tími á hana.
Hún var búin að leiða Jack og alla hjá
CTU í of margar gildrur, auk þess sem
hún drap Teri Bauer, eiginkonu Jacks
(sem þó var gott fyrir þættina því Jack er
orðinn svo brjálæðislega einbeittur).
24 eru bestu sjónvarpsþættir sem
nokkru sinni hafa verið framleiddir. Ég
fagna því að Kolbrún hafi jafnmikinn
áhuga á þáttunum og ég og skora á alla
sem ekki hafa fylgst með að drífa sig á
næstu myndbandaleigu.
„If you don’t watch 24, you don’t know
Jack.“
Hérna fann ég eina góða grein frá 2004:
Kolbrún á villigötum
Haukur Snær Hauksson skrifar:
Kolbrún Bergþórsdóttir fer ekki fögrum
orðum um Jack Bauer í Fréttablaðinu
þann 8. júní síðastliðinn. Vill hún meina
að Jack hafi gert mistök með því að taka
„af lífi saklausan man“. Þvílíkt bull. Jack
Bauer hefur ekki tekið ranga ákvörðun
frá því að hann skaut George Mason í
fótinn í fyrstu seríunni þar til hann skaut
Chappelle í höfuðið í þeirri nýjustu.
Í fyrsta lagi var það ákvörðun forsetans
að drepa Chappelle og þrátt fyrir að sú
ákvörðun hafi verið umdeilanleg, þá var
hún engu að síður rétt. Þetta var bara
spurning um að drepa einn saklausan
mann eða milljónir saklausra. Ekki flókin
ákvörðun. Þetta eiga kommúnistar að
vita.
Auk þess segir Kolbrún í Fréttablaðinu
þann 5. maí síðastliðinn að Jack hafi
„gengið full harkalega fram“ þegar hann
drap Ninu Mayers. Ekki er ég sammála
því. Vissulega var Nina skemmtilegur
karakter, en það var kominn tími á hana.
Hún var búin að leiða Jack og alla hjá
CTU í of margar gildrur, auk þess sem
hún drap Teri Bauer, eiginkonu Jacks
(sem þó var gott fyrir þættina því Jack er
orðinn svo brjálæðislega einbeittur).
24 eru bestu sjónvarpsþættir sem
nokkru sinni hafa verið framleiddir. Ég
fagna því að Kolbrún hafi jafnmikinn
áhuga á þáttunum og ég og skora á alla
sem ekki hafa fylgst með að drífa sig á
næstu myndbandaleigu.
„If you don’t watch 24, you don’t know
Jack.“
fimmtudagur, mars 12, 2009
mánudagur, mars 09, 2009
sunnudagur, mars 08, 2009
Tónleikar...
Í gær bókaði ég sjálfan mig á mína fyrstu tónleika, sem performer. Tónleikarnir fara fram í fertugsafmæli seint í október. Það eru 7 mánuðir rúmir þangað til en sá tími ætti að duga til æfinga.
Við munum spila 4 lög auk uppklöppunarlags. Þegar er búið að ákveða uppklöppunarlagið, en það er hið tilfinningaþrungna Amazed með Lonestar. Mikið held ég að Gamli verði glaður ef vel tekst til.
Hljómsveitina skipa 4 menn, skólafélagar frá Bandaríkjunum. Meðal annarra er tvíeykið eftirminnilega True, þar sem ég var annar meðlimanna. Það band var mjög underground.
Við munum spila 4 lög auk uppklöppunarlags. Þegar er búið að ákveða uppklöppunarlagið, en það er hið tilfinningaþrungna Amazed með Lonestar. Mikið held ég að Gamli verði glaður ef vel tekst til.
Hljómsveitina skipa 4 menn, skólafélagar frá Bandaríkjunum. Meðal annarra er tvíeykið eftirminnilega True, þar sem ég var annar meðlimanna. Það band var mjög underground.
Sund...
Ég fór í sund í dag með Kristínu Maríu.
Árbæjarlauginn, lókallinn, varð fyrir valinu.
Fyrst þetta:
Það kostar 360 kr. í sundlaugar Reykjavíkur (SR). Heimild.
Í sundlaugar Kópavogs (SK) kostar hins vegar 280 kr. Heimild.
Sé keypt 10 skipta kort hjá SR kostar skiptið 250 kr., sem er gott. Hjá SK kostar sambærilegt 210 kr. Aftur vinnur SR.
SK býður einnig uppá 30 skipta, 60 skipta og árskort. SR býður eingöngu uppá 10 skipta og árskort. Einingarverð sé keypt 60 skipta kort eru eingöngu 140 kr., sem er 50% afsláttur. Áfram SK. Ég hef sent fyrirspurn til ÍTR vegna málsins.
Til varnar SR: Opnunartíminn er lengri og fleiri laugar eru í boði, enda fleira fólk sem býr í Rvk.
Næst þetta:
Ég sá mann í sundlauginni - kannaðist rosalega við hann, en kom honum ekki alveg fyrir mig. Átti ég að heilsa og segja "bíddu, þekki ég þig eða?" Hann horfði á móti, hugsanlega útaf því að ég horfði á hann. Þetta er óþægilegt. Þetta endaði að við horfðum svona 5 sinnum á hvorn annan, en ekkert.
Að lokum þetta:
Árbæjarlaugin er ekki alveg nógu góð, sérstaklega á svona degi. Hún er of lítil fyrir hverfið. Innilaugin var pökkuð af barnafólki. Einnig hef ég gert tilraunir til að synda á virkum dögum. Það er vesen því skólasund tekur megnið af útilauginni. Það eru kannski tvær brautir lausar allan daginn, með blöðkurnar á fleygiferð, 3 á braut, þar af 2 yfir sextugt sem fljóta áfram, og það er bara vesen. Framúrakstur er ekki vinsæll í sundi.
Niðurstaða:
Sundlaugar Kópavogs >Sundlaugar Reykjavíkur.
Minni: Í dvala.
Lókall: Túkall.
Árbæjarlauginn, lókallinn, varð fyrir valinu.
Fyrst þetta:
Það kostar 360 kr. í sundlaugar Reykjavíkur (SR). Heimild.
Í sundlaugar Kópavogs (SK) kostar hins vegar 280 kr. Heimild.
Sé keypt 10 skipta kort hjá SR kostar skiptið 250 kr., sem er gott. Hjá SK kostar sambærilegt 210 kr. Aftur vinnur SR.
SK býður einnig uppá 30 skipta, 60 skipta og árskort. SR býður eingöngu uppá 10 skipta og árskort. Einingarverð sé keypt 60 skipta kort eru eingöngu 140 kr., sem er 50% afsláttur. Áfram SK. Ég hef sent fyrirspurn til ÍTR vegna málsins.
Til varnar SR: Opnunartíminn er lengri og fleiri laugar eru í boði, enda fleira fólk sem býr í Rvk.
Næst þetta:
Ég sá mann í sundlauginni - kannaðist rosalega við hann, en kom honum ekki alveg fyrir mig. Átti ég að heilsa og segja "bíddu, þekki ég þig eða?" Hann horfði á móti, hugsanlega útaf því að ég horfði á hann. Þetta er óþægilegt. Þetta endaði að við horfðum svona 5 sinnum á hvorn annan, en ekkert.
Að lokum þetta:
Árbæjarlaugin er ekki alveg nógu góð, sérstaklega á svona degi. Hún er of lítil fyrir hverfið. Innilaugin var pökkuð af barnafólki. Einnig hef ég gert tilraunir til að synda á virkum dögum. Það er vesen því skólasund tekur megnið af útilauginni. Það eru kannski tvær brautir lausar allan daginn, með blöðkurnar á fleygiferð, 3 á braut, þar af 2 yfir sextugt sem fljóta áfram, og það er bara vesen. Framúrakstur er ekki vinsæll í sundi.
Niðurstaða:
Sundlaugar Kópavogs >Sundlaugar Reykjavíkur.
Minni: Í dvala.
Lókall: Túkall.
Efnisorð: Daglegt líf, Sund
þriðjudagur, mars 03, 2009
Ganga - Reynisvatn
Klukkan 14:00 lagði ég af stað í gönguferð. Það var flott veður, nánast logn, smá frost og það snjóaði. Hugmyndin var að ganga að Reynisvatni og til baka. Ég var samt ekki alveg viss hvernig ég ætlaði að komast þangað.
Ég fór yfir Suðurlandsveginn og í austur meðfram Rauðavatni. Þar rakst ég fljótlega á dagsgömul (gisk) spor upp hlíðina. Ég fylgdi sporunum en þeim fækkaði alltaf eftir því sem ég fór lengra. Sé ég svo ekki kennileiti fyrr en ég er skammt frá Leirdalnum og stefni niður brekku í átt að Grafarholti (Golfskála GR). Þarna áttaði ég mig á því að ég hafði ekki alveg farið rétta leið.
Ég hitti mann á þessum slóðum sem þekkti vel til. Hann benti mér á hvaða mistök ég hafði gert. Það var sem sagt annar stígur sem ég hefði átt að fara. Gott og vel.
Ég beygi þá inná Grafarholtsvöllinn, við 7. teig, geng framhjá 6. flöt, 8. braut og flöt, sker svo 9. brautina til austurs, og geng svo meðfram hlíðinni í átt að Moggahöllinni í Hádegismóum. Á þessum slóðum fékk ég hugmynd. Hugsanlega meira um hana síðar. Þaðan fór ég hefðbundna leið heim.
Vegalengd: 7,3 km.
Tími: 75 mínútur.
Tónlist: U2.
Dýralíf: Fjórir krummar, brúnn hestur, smáfuglar.
Mannlíf: Maður sem ég talaði við. Maður á hesti.
Ég mun gera aðra tilraun til að heimsækja Reynisvatn síðar í þessari viku.
Ég fór yfir Suðurlandsveginn og í austur meðfram Rauðavatni. Þar rakst ég fljótlega á dagsgömul (gisk) spor upp hlíðina. Ég fylgdi sporunum en þeim fækkaði alltaf eftir því sem ég fór lengra. Sé ég svo ekki kennileiti fyrr en ég er skammt frá Leirdalnum og stefni niður brekku í átt að Grafarholti (Golfskála GR). Þarna áttaði ég mig á því að ég hafði ekki alveg farið rétta leið.
Ég hitti mann á þessum slóðum sem þekkti vel til. Hann benti mér á hvaða mistök ég hafði gert. Það var sem sagt annar stígur sem ég hefði átt að fara. Gott og vel.
Ég beygi þá inná Grafarholtsvöllinn, við 7. teig, geng framhjá 6. flöt, 8. braut og flöt, sker svo 9. brautina til austurs, og geng svo meðfram hlíðinni í átt að Moggahöllinni í Hádegismóum. Á þessum slóðum fékk ég hugmynd. Hugsanlega meira um hana síðar. Þaðan fór ég hefðbundna leið heim.
Vegalengd: 7,3 km.
Tími: 75 mínútur.
Tónlist: U2.
Dýralíf: Fjórir krummar, brúnn hestur, smáfuglar.
Mannlíf: Maður sem ég talaði við. Maður á hesti.
Ég mun gera aðra tilraun til að heimsækja Reynisvatn síðar í þessari viku.
Efnisorð: Daglegt líf, Ferðalög, Hreyfing
sunnudagur, mars 01, 2009
Kardimommubærinn
Í dag fór fjölskyldan í leikhúsferð - fyrsta alvöru leikhúsferðin með monsuna. (Skoppa og Skrítla og Einar Áskell teljast varla með. Það er barnastöff.) Þetta er líklega í síðasta sinn sem við gerum e-ð svona saman sem þriggja manna fjölskylda. Nýja monsan er væntanleg fljótlega. Ég spái á miðvikudag.
Kardimommubærinn var rosalega skemmtilegt verk, mæli með þessu.
Myndir:
1) Monsa og ég fyrir sýningu. Ég þarf að fara að klippa mig.
2) Monsan skemmti sér svona vel. Mynd tekin í hléi.
3) Á heimleiðinni var farið yfir leikskránna.
Kardimommubærinn var rosalega skemmtilegt verk, mæli með þessu.
Myndir:
1) Monsa og ég fyrir sýningu. Ég þarf að fara að klippa mig.
2) Monsan skemmti sér svona vel. Mynd tekin í hléi.
3) Á heimleiðinni var farið yfir leikskránna.
Íþróttir...
Mín lið eru aðeins að ströggla þessa dagana. Ég held að það sé alveg óhætt að segja að Liverpool eru úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir tap dagsins gegn Boro.
Napolí eru í lægð á Ítalíu og eru komnir um miðja deild. Ég get ekki nefnt einn leikmann liðsins á nafn, en þeir eru samt mitt lið.
Barcelona eru skemmtilegasta lið alheimsins á þessu tímabili, en hafa verið að tapa stigum. Á sama tíma eru Real á góðri siglingu. Ég hugsa samt að Barca taki titilinn. Ég trúi ekki öðru.
Lakers eru búnir að vera geysisterkir í allan vetur, og jafnvel bætt í eftir að Bynum meiddist. Tapið gegn Nuggets í nótt var bara einn af þessum leikjum. Ég hugsa að ég sé búinn að sjá svona 80% af leikjum liðsins á tímabilinu og ég verð mjög sjaldan fyrir vonbrigðum. Á morgun mæta Lakers gömlum tímabundnum-erkióvinum í Phoenix, með Tröllið Shaq í broddi fylkingar. Leikurinn hefst klukkan 20:30 að íslenskum tíma, og hægt er að horfa á hann á mörgum góðum stöðum. Ég spái öruggum sigri.
Napolí eru í lægð á Ítalíu og eru komnir um miðja deild. Ég get ekki nefnt einn leikmann liðsins á nafn, en þeir eru samt mitt lið.
Barcelona eru skemmtilegasta lið alheimsins á þessu tímabili, en hafa verið að tapa stigum. Á sama tíma eru Real á góðri siglingu. Ég hugsa samt að Barca taki titilinn. Ég trúi ekki öðru.
Lakers eru búnir að vera geysisterkir í allan vetur, og jafnvel bætt í eftir að Bynum meiddist. Tapið gegn Nuggets í nótt var bara einn af þessum leikjum. Ég hugsa að ég sé búinn að sjá svona 80% af leikjum liðsins á tímabilinu og ég verð mjög sjaldan fyrir vonbrigðum. Á morgun mæta Lakers gömlum tímabundnum-erkióvinum í Phoenix, með Tröllið Shaq í broddi fylkingar. Leikurinn hefst klukkan 20:30 að íslenskum tíma, og hægt er að horfa á hann á mörgum góðum stöðum. Ég spái öruggum sigri.
Sendiherra...
Í kvöld var ég sendiherra Practical og Ölgerðarinnar á Ölstofunni.
Hafi menn verið að velta fyrir sér hver sé kominn aftur, þá er svarið Polar Beer. Hann mætti til leiks á miðnætti, á 20 ára afmæli bjórsins á Íslandi.
Hafi menn verið að velta fyrir sér hver sé kominn aftur, þá er svarið Polar Beer. Hann mætti til leiks á miðnætti, á 20 ára afmæli bjórsins á Íslandi.
Efnisorð: Aftur til fortíðar, Daglegt líf