sunnudagur, mars 01, 2009

Íþróttir...

Mín lið eru aðeins að ströggla þessa dagana. Ég held að það sé alveg óhætt að segja að Liverpool eru úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir tap dagsins gegn Boro.

Napolí eru í lægð á Ítalíu og eru komnir um miðja deild. Ég get ekki nefnt einn leikmann liðsins á nafn, en þeir eru samt mitt lið.

Barcelona eru skemmtilegasta lið alheimsins á þessu tímabili, en hafa verið að tapa stigum. Á sama tíma eru Real á góðri siglingu. Ég hugsa samt að Barca taki titilinn. Ég trúi ekki öðru.

Lakers eru búnir að vera geysisterkir í allan vetur, og jafnvel bætt í eftir að Bynum meiddist. Tapið gegn Nuggets í nótt var bara einn af þessum leikjum. Ég hugsa að ég sé búinn að sjá svona 80% af leikjum liðsins á tímabilinu og ég verð mjög sjaldan fyrir vonbrigðum. Á morgun mæta Lakers gömlum tímabundnum-erkióvinum í Phoenix, með Tröllið Shaq í broddi fylkingar. Leikurinn hefst klukkan 20:30 að íslenskum tíma, og hægt er að horfa á hann á mörgum góðum stöðum. Ég spái öruggum sigri.

Efnisorð: , ,