sunnudagur, mars 08, 2009

Sund...

Ég fór í sund í dag með Kristínu Maríu.
Árbæjarlauginn, lókallinn, varð fyrir valinu.

Fyrst þetta:
Það kostar 360 kr. í sundlaugar Reykjavíkur (SR). Heimild.
Í sundlaugar Kópavogs (SK) kostar hins vegar 280 kr. Heimild.

Sé keypt 10 skipta kort hjá SR kostar skiptið 250 kr., sem er gott. Hjá SK kostar sambærilegt 210 kr. Aftur vinnur SR.

SK býður einnig uppá 30 skipta, 60 skipta og árskort. SR býður eingöngu uppá 10 skipta og árskort. Einingarverð sé keypt 60 skipta kort eru eingöngu 140 kr., sem er 50% afsláttur. Áfram SK. Ég hef sent fyrirspurn til ÍTR vegna málsins.

Til varnar SR: Opnunartíminn er lengri og fleiri laugar eru í boði, enda fleira fólk sem býr í Rvk.

Næst þetta:
Ég sá mann í sundlauginni - kannaðist rosalega við hann, en kom honum ekki alveg fyrir mig. Átti ég að heilsa og segja "bíddu, þekki ég þig eða?" Hann horfði á móti, hugsanlega útaf því að ég horfði á hann. Þetta er óþægilegt. Þetta endaði að við horfðum svona 5 sinnum á hvorn annan, en ekkert.

Að lokum þetta:
Árbæjarlaugin er ekki alveg nógu góð, sérstaklega á svona degi. Hún er of lítil fyrir hverfið. Innilaugin var pökkuð af barnafólki. Einnig hef ég gert tilraunir til að synda á virkum dögum. Það er vesen því skólasund tekur megnið af útilauginni. Það eru kannski tvær brautir lausar allan daginn, með blöðkurnar á fleygiferð, 3 á braut, þar af 2 yfir sextugt sem fljóta áfram, og það er bara vesen. Framúrakstur er ekki vinsæll í sundi.

Niðurstaða:
Sundlaugar Kópavogs >Sundlaugar Reykjavíkur.
Minni: Í dvala.
Lókall: Túkall.

Efnisorð: ,