sunnudagur, mars 15, 2009

Tímarit...

Linda skyndilinda var að benda á Tímarit.is. Þvílík snilld.

Hérna fann ég eina góða grein frá 2004:

Kolbrún á villigötum
Haukur Snær Hauksson skrifar:
Kolbrún Bergþórsdóttir fer ekki fögrum
orðum um Jack Bauer í Fréttablaðinu
þann 8. júní síðastliðinn. Vill hún meina
að Jack hafi gert mistök með því að taka
„af lífi saklausan man“. Þvílíkt bull. Jack
Bauer hefur ekki tekið ranga ákvörðun
frá því að hann skaut George Mason í
fótinn í fyrstu seríunni þar til hann skaut
Chappelle í höfuðið í þeirri nýjustu.
Í fyrsta lagi var það ákvörðun forsetans
að drepa Chappelle og þrátt fyrir að sú
ákvörðun hafi verið umdeilanleg, þá var
hún engu að síður rétt. Þetta var bara
spurning um að drepa einn saklausan
mann eða milljónir saklausra. Ekki flókin
ákvörðun. Þetta eiga kommúnistar að
vita.
Auk þess segir Kolbrún í Fréttablaðinu
þann 5. maí síðastliðinn að Jack hafi
„gengið full harkalega fram“ þegar hann
drap Ninu Mayers. Ekki er ég sammála
því. Vissulega var Nina skemmtilegur
karakter, en það var kominn tími á hana.
Hún var búin að leiða Jack og alla hjá
CTU í of margar gildrur, auk þess sem
hún drap Teri Bauer, eiginkonu Jacks
(sem þó var gott fyrir þættina því Jack er
orðinn svo brjálæðislega einbeittur).
24 eru bestu sjónvarpsþættir sem
nokkru sinni hafa verið framleiddir. Ég
fagna því að Kolbrún hafi jafnmikinn
áhuga á þáttunum og ég og skora á alla
sem ekki hafa fylgst með að drífa sig á
næstu myndbandaleigu.
„If you don’t watch 24, you don’t know
Jack.“