þriðjudagur, maí 13, 2008

Jæja, bíó

Ég hef verið nokkuð duglegur við gláp núna í atvinnuleysinu/leitinni. Hvað er nú helst?

a) 21. Ég var búinn að hlakka nokkuð mikið til þessarar. Þetta er fínasta mynd og stóðst eiginlega væntingar.

b) Blood Simple. Fyrsta mynd Coen bræðra. Klassa mynd. Hæg, súr og ekkert kjaftæði. Skemmtilegt dökkt seigfljótandi blóð í þessari mynd. Meira svona.

c) Waitress. Þessi fer nú í flokk framúrstefnu-kellingamynd, og er bara býsna góð sem slík. Kom skemmtilegta á óvart þessi bíómynd. Mig langar í pie.

d) Over her dead body. Ömurleg mynd með fáránlegum söguþræði og viðbjóðslegum leikurum sem allir eru fastir í sama karakter og þeir leika alltaf. 95 mínútur sem ég fæ ekki aftur.

e) National treasure: book of secrets. Bjóst við lala mynd og fékk la-la-la mynd.

Efnisorð: