föstudagur, maí 23, 2008

Punktablogg...

* Manutd urðu Evrópumeistarar á dögunum þegar þeir unnu ósanngjarnan sigur á Chelsea í úrslitum. Cristiano skoraði, klúðraði víti með stæl og kórónaði svo tímabilið með einni lokadýfu þegar hann grenjaði í grasinu eins og frekt ungabarn. Hinn konungur dýfanna lét hins vegar reka sig útaf með skömm fyrir heimskulegheit. Manchester-menn; til hamingju.

* Lakers unnu fyrsta leikinn gegn Spurs eftir að hafa verið 20 stigum undir um miðjan 3. leikhluta. Þá fór KB24 í gang. Þvílík frammistaða hjá honum. Ég spái því að þessi sigur hafi tryggt Lakers meistaratitilinn. Phil Jackson er 40-0 þegar hans lið vinnur game 1 í úrslitakeppni. Ég gef mér að það haldi, og ég get ekki séð að Pistons eða Boston séu nein fyrirstaða = Lakers = Meistarar.

* Eurovision. Við komumst áfram, þvert á mínar spár. Núna spái ég því að við lendum í 14. sæti.

* Vinnumál. Ekkert niðurneglt, en var í viðtali í fyrradag fyrir mjög spennandi starf hjá áhugaverðum vinnuveitanda. Svo eru nokkur mál í vinnslu, en þetta gengur hægt. Ég er samt þolinmóður.