föstudagur, maí 23, 2008

Golf, Hauger´s back!

Já, Hauger Woods fann sveifluna sína í dag á nýjan leik. Hvað gerðist?

Leikið var hádegisgolf á Hlíðavelli í Mosfellsbæ við erfiðar aðstæður, kalt og stíf austanátt. Með í för var Grái Glæponinn.

Þetta er 9 holu völlur og því voru leiknir 2 hringir.

Fyrri 9 holurnar voru vægast sagt slæmar; eitt par, 2 skollar, 4 skrambar og 2 sprengjur. Alls gerði þetta 54 högg og 11 punkta. Ég var að slá eins og mongólíti lengst af og tók m.a. tvo L-teighögg með drævernum. Ég er slæsari og þau högg líta út eins og C (séð ofan frá, byrja á að fara til vinstri en enda svo hægra megin) en þetta var alveg nýtt. Þetta gerðist á 3. og 5. braut, uppí móti, á móti sterkum vindi. Mjög athyglisverð högg.

Seinni 9 voru mun betri; 3 pör, 5 skollar og ein sprengja. Alls 44 högg og 18 punktar, en það þýðir á mannamáli að ég var að spila á forgjöfinni minni. Þ.e.a.s. ég, Hauger Woods, er kominn aftur!

Menn mega fara að vara sig. Það er klárt.

Markmið sumarsins: Lækka forgjöfina í 13,0 úr 14,9. Spila á undir 85 höggum.

Efnisorð: