laugardagur, maí 31, 2008

THE MACHINE

Lakers unnu SAS í leik 5 í úrslitum vesturdeildar NBA og komust þar með í úrslit, þar sem VIÐ mætum Boston.

Mér finnst Lakers ekki hafa spilað neitt sérstaklega í úrslitakeppninni hingað til, en menn vestanhafs eru margir hverjir að tapa sér í hrósi.

The way Kobe singlehandedly assassinated the Spurs in Games 1 and 5 was something we've only seen from a handful of players in NBA history. You can't say enough about it. He has become the player we always wanted him to be.

Það sem mér fannst skemmtilegast við leik 5 var þegar Sasha THE MACHINE negldi niður þristi þegar tíminn var að renna út. Lakers voru 5 stigum yfir, Spurs hættir, og menn dribbla vanalega bara tímann út. En ekki THE MACHINE. Hann er svo mikil vél að þegar hann fær opið skot þá tekur hann það, sama þótt leikurinn sé búinn. Þvílík VÉL.

Það er talið að þetta hafi kostað margan manninn dágóða summu.

Efnisorð: