föstudagur, maí 16, 2008

Lakers og golf...

Game 6 hjá Lakers og Utah í kvöld (nótt)!

Ég er búinn að sjá alla leikina í seríunni, og sá flesta leikina gegn Denver, og ég er að fíla Lakers. Nokkrir punktar:

*Kobe hefur verið stjarnfræðilega góður, bæði í vörn og sókn, og er að bera liðið á meiddu baki sínu.
*Odom hefur hins vegar verið maðurinn. Hann á hvern stórleikinn á fætur öðrum.
*Gasol er ágætur sóknarlega en slakur varnarlega og alltof slakur frákastari miðað við hæð. Svo vælir hann soldið mikið sem er leiðinlegur ávani.
*Fisher hefur svo verið mjög solid þrátt fyrir villuvandræði.
* Aðrir hafa spilað langt undir getu; menn eins og Radman, Farmar sérstaklega, THE MACHINE, Turiaf og Luuuuke. Við eigum þá inni.

Utah er líklega eitt leiðinlegasta lið sem ég hef séð spila. Fyrirliði leiðindanna er klárlega Matt Harpring. Ef Óli Þórðar væri körfuboltamaður, þá væri hann Harpring.

... nema hvað. Á miðvikudaginn vakti ég til 05:30 að horfa á mína menn leggja Utah í game 5. Klukkan 10:00 var á svo mættur á teig á Korpunni, eftir 3 tíma svefn. Ég mæli ekki beint með því.

Ég var lélegur.

Spá fyrir kvöldið: Lakers sigra með 15 stigum, 113-98.

Efnisorð: ,