þriðjudagur, maí 13, 2008

Atvinna...

Það er merkilegt að heimsóknum á síðuna hefur fjölgað nokkuð eftir að ég missti vinnuna. Ég átta mig ekki alveg á af hverju það stafar. Kannski er fólk forvitið.

Ég skal svala þeirri forvitni.

a) Ég er búinn að fara í eitt viðtal hjá fyrirtæki hér í bæ, líst vel á starfið. Líklega framhaldsviðtal núna í vikunni. Ég vona að ég fái þetta starf.
b) Er kominn á skrá hjá Hagvangi og Capacent, og búinn að fara í viðtal til beggja. Það er víst nauðsynlegt þar sem aðeins ca. 30-40% starfa eru auglýst.
c) Er búinn að sækja um eitt og annað, bæði auglýst störf og svo sent á fyrirtæki og stofnanir hér og þar.
d) Ég var boðaður í viðtal í dag hjá einu af stærstu fjármálafyrirtækjum landsins. Ég kannaði málið betur og komst að því að þetta var engan veginn starf fyrir mig. Cancelaði því viðtalinu.
e) Svo er náttúrulega klíkuskapur - það er verið að skoða ýmislegt.

Þetta er ekki skemmtilegast í heimi, en svona er þetta.
Ég er ágætlega bjartsýnn og ég er svona að vona að ég verði búinn að landa einhverju fyrir lok mánaðar. Því fyrr, því betra. Óvissan um tekjur er alltaf slæm.

Sæl að sinni.

Efnisorð: