sunnudagur, febrúar 24, 2008

There Will Be Blood

Ég fór á opnun Gagnrýnandans núna fyrir helgi, en Gagnrýnandinn er svar Sambíóanna við Græna Ljósinu. Pælingin er að sýna gæða myndir frá stóru stúdíóunum, en einnig "minni myndir" frá óháðum framleiðendum. Þetta er besta mál. Opnunarmyndin var There Will Be Blood, en framundan eru myndir eins og Once, Talk to Me, Lars and the Real Girl og fleiri.

TWWB fjallar um olíubaróninn Daniel Plainview, sem einmitt er leikinn af Daniel Day Lewis, og gerist í suðurhluta Kaliforníu um og eftir aldamótin 1900.

Ég hafði mjög miklar væntingar til þessarar myndar. Línur eins og "þriðja besta mynd aldarinnar skv imdb" og "fjórtánda besta mynd allra tíma" hjálpuðu til við það. Myndin stóðst ekki þessar væntingar, ennnn, engu að síður frábær mynd. Daniel Day Lewis sýnir óaðfinnanlegan leik og ég skal hundur heita í heila viku ef hann vinnur ekki óskarinn í kvöld. Hann er rosalegur. Ég hugsa að ef einhver annar hefði verið í þessu hlutverki þá hefði þetta bara verið meðalmynd og varla það, því sagan er ekkert svakalega heillandi.

Niðurstaða:
Tveggja og hálfs tíma stráka-drama sem fer hægt yfir. Þetta er ekki fyrir Bruckheimer menn. Vel þess virði að sjá og þá sérstaklega eftir 2 suður kínverska bjóra.

80/100 *

Efnisorð: